3.3.2011 | 20:21
Mikill fengur!
Ekki var þetta nú frægðarferð hjá Matthíasi til Colchester. Held samt að menn ættu að skoða þetta í víðara samhengi. Þarna er um að ræða fyrirliða FH, eins allra sterkasta liðs landsins og hann kemst ekki í byrjunarliðið hjá Colchester, sem ekki er stórlið í ensku tuðrusparki, spila í 3 deildinni ef svo má að orði komast - 3ja efsta deildin allavega. Held að ungir leikmenn með metnað sem samt standa Matthíasi kannski notuð að baki ættu að spá í þetta og sjá hversu mikið þeir þurfa að leggja á sig í viðbót til að komast að hjá liðum af þessum styrkleika. Það hafa margir hamrað á þessu þar á meðal ég að bilið er mikið en menn hafa ekki alltaf viljað kaupa það, en svona er þetta. En auðvitað spilar líka stundum inn heppni í að fá tækifæri og grípa það þá þegar það gefst. Málið er að þetta er mikið stökk en ekki allir sem gera sér grein fyrir því.
![]() |
Matthías hættur hjá Colchester |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hárrétt.
Leibbi heppni (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 21:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.