EES skiptir engu máli

EES skiptir engu máli fyrir okkur, ekkert frekar en innganga í ESB. Við erum þjóðin og við þurfum ekkert á einhverju svona að halda. Okkur ætti að vera skítsama þó að menn segðu upp EES - hann er hvort eð er með 80% af regluerki ESB og við viljum ekki sjá ESB. Við þurfum ekkert að hræðast uppsögn á svona samningi, höfum ekkert við hann að gera.

SKil ekki hvað menn eru að hræðast uppsögn ÉES menn vilja hvort eð er ekki sjá ESB og ESB er stærsti aðilinn í EES samningnum. Við þurfum enga svona samninga.


mbl.is Óþarfur ótti um EES
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er ekki rétt hjá þér, ees er með innan við 30% af reglugerðum esb.

Bull og rangfærslur hjálpa ekki ykkar málstað.

Geir (IP-tala skráð) 4.3.2011 kl. 09:12

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Þess þó heldur Geir , höfum ekkert við þetta allt að gera erum best eins og sér.

Gísli Foster Hjartarson, 4.3.2011 kl. 10:11

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ein á báti úti á ballarhafi kúrast þau volandi.. þetta er ekki ekki ekki þolandi ;)

Óskar Þorkelsson, 4.3.2011 kl. 11:53

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

hahaha - það gefur á bátinn við Grænland Óskar! Ekki það að menn vilji endilega viðurkenna það.

Gísli Foster Hjartarson, 4.3.2011 kl. 12:10

5 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Farið hefur fé betra en EES, Sviss lifir fínu lífi án EES, þá getum við Óskar Þ. sungið um þá "Ein er upp til fjalla... .

En svo er þetta bara enn ein "Grýlan" sem er nú dauð (líka til lag um það "Nú er hún gamla Grýla dauð...) Íslendingar velja sjálfir hvort þeir vilji vera eða ekki EES, óháð útkomu Icesave atkvæðagreiðslu.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 4.3.2011 kl. 14:45

6 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Svissarar verið taldi skynsamir hingað til annað en verður sagt um mörg af afrekum sögu-eyjunnar í norðri!!! Þíð Óskar varla marktækir Kristján enda báðir stungnir af....... :-)

Gísli Foster Hjartarson, 4.3.2011 kl. 18:21

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Kristján, það er ekki sömu um að jafna þegar menn byrja að tuða um Sviss og EES. Sviss hefur þegar tkið upp miklu meira af regluverki ESB en ísland hefur gert og vegna gamalla viðskiptavildar og samninga milli Sviss og ESB landa var EES þeim ekki eins nauðsynlegur og fyrir ísland og noreg.

Þetta er kallað hundalógíksrökstuðningur KH

Óskar Þorkelsson, 5.3.2011 kl. 08:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband