4.3.2011 | 18:35
Margrét Lára á flugi..... Til hamingju stelpur
Sérdeilis flottur sigur á milljarða þjóðinni hjá stelpunum. Margrét Lára klárlega á flugi þessa dagana og leikur við hvern sinn fingur. Vona að það verði svo áfram. Maður má samt ekki gleyma sér í einhverju svona skjalli. Fótboltinn er hópíþrótt og allir leikmenn hafa sýnu hlutverki að gegna og öll eru hlutverkin mikilvæg, og tikka inn á sinn hátt.
Leikur við Dani á mánsudag og það verður merkilegur leikur, þó ekki væri nema fyrir þetta: Katrín Jónsdóttir mun þá væntanlega slá landsleikjamet þjóðarinnar í tuðrusparki, sérdeilis frábær árangur hjá henni, í raun ótrúlegur svo ekki sé meira sagt.
Það virðist sem að liðið sé við það að fara yfir þröskuld sem lengi hefur staðið í vegi fyrir liðinu en það er að vinna lið sem eru "stærri" en okkar lið á pappírunum, í mótum. Það er mikilvægur þröskuldur að ganga yfir. Þetta er svipaður þröskudlur og handboltalandsliðið steig yfir á ólýmpíuleikunum í Peking, nema hvað það snérist það að landa verðlaunum því þeir piltar hafa oft unnið stóru liðin en alltaf átt þennan þröskuld eftir. Við vitum öll hvað gerðist í kjölfarið á því. Það er vonandi að þetta flug á kvennaliðinu haldi áfram.
Glæsilegt stelpur en mótið er ekki búið ......koma svo ....Já og alls ekki má gleyma þætti þjálfarns og aðstandenda liðsins í þessu ferli.
![]() |
Ísland vann Kína 2:1 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Aldeilis flott hjá stelpunum..jú þjálfurum og co líka:)
Ég skal vera fyrstur eða eftir þér,hehe....til að hrósa Margréti Láru blessaðri:)
Þar sem ég hef verið frekar gagnrýnin á hana síðustu misseri sem og þjálfara hennar í Svíaríki og landsliðinu...
Óska þess innilega að hún sé kominn á sitt flug sem við þekkjum og aðrar líka stígi upp:)
Er virkilega sáttur að þjálfarinn skyldi gera breytingar fyrir leikinn í dag og gefa öðrum tækifæri..
Guggu markmann sem er síst verri en Þóra og Þórunni Helgu Brasilísku stúlkunni okkar,hehe..sem hefur staðið sig vel þar:):)
Enda eigum við margar góðar stúlkur og allar verða þær að fá spilatíma,traust um að geta leyst hverja aðra af í smáum sem stórum leikjum:)
Gleymi aldrei þegar Þóra Helga blessunin (með sína tugi leikja) meiddist fyrir einhverjum árum síðan og blöðin fóru hamförum um að nú væri bara dauður djö..framundan,næsti markmaður(Gugga) bara með einhverja fimm liki reynslulaus með öllu:(
Áfram Stúlkur og aðstandendur:)
Halldór Jóhannsson, 4.3.2011 kl. 20:17
Já Halldór þetta er glæsilegt hjá þeim. Tek undir með þér oft hafa heilu liðin, já gott ef ekki byggðarlögin, verið lögð af þegar einhver leikmaður verður fyrir hnjaski og getur ekki spilað.
Gísli Foster Hjartarson, 4.3.2011 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.