4.3.2011 | 21:46
Hvur andsk.....
Það er bara af tölunum að dæma eins og það hafi verið 5 á móti 2 eða eitthvað álíka í fyrsta leikhluta Stjörnunnar og Snæfells. Það getur verið erfitt að grafa sig upp eftir að hafa verið jarðsunginn í fyrsta leikhluta. Þetta líkar mér bara alls ekki. KR-ingar tapa í gær og menn gátu aukið forskot og þa´taka menn upp á þessu - ja hérna hér.
Ég renndi nú bara yfir leikskýrsluna til að sjá hvort Teitur Örlygs væri byrjaður að spila með Stjörnunni, svo öflugt vitkaði þetta, en það er greinilegt að hann hefur látið sína menn taka lýsi fyrir leik og þá er ekki aðspyrja að því.
Jæja menn verða bara að spýta í lófana og mæta í hné háum sokkum til leiks í næsta leik og tryggja 2 stig. Áfram Snæfell.
![]() |
Stjarnan vann meistara Snæfells |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.