Eru menn ekki að grínast?

Ég held að menn hljóti að vera að grínast með þessa fyrirsögn. United eru efstir í deildinni. United er með í ensku bikarkeppninni. United er en með í Meistaradeildinni. United menn verða efstir þó svo að þeir tapi í deildinni í dag.

Er ekki nær að segja að Liverpool menn komi særðir til leiks í dag? Liðið hefur engan veginn staðið undir væntingum í vetur. Með sigri í dag verða þeir samt 18 stigum á eftir United - við skulum ekki hugsa út í stiga fjöldann ef Liverpool tapar. Liverpool menn eru að berjast við að komast í Evrópukeppni í haust. Með sigri í dag verður Liverpool en 6 stigum frá Meistaradeildarsæti, og Chelsea á inni 2 leiki á þá.

Þannig að þó að það vanti einhverja hjá United í dag, já og sennilegast vantar einhverja hjá Liverpool þá veit ég ekki hvort hægt sé að segja að þeir komi særðir til leiks - það er mín skoðun.


mbl.is Koma særðir til leiks á Anfield
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Já þetta er sprenghlægilegar þessar fyrirsagnir..og margar aðrar..

Vantar ekki oftast einhverja leikmenn allt tímabilið??

Þessi nú og næst annar og svo frmvegis..

Æji illa orðað hjá mér:):)

Þess vegna eru menn með svo stóra hópa..

Það væri nú gaman ef Liverpool næði nú sigri uppá deildina gera:)

En kanski verða þeir að vorkenna þeim særðu,hehe:):)

Halldór Jóhannsson, 6.3.2011 kl. 12:35

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

hahaha

Já Halldór það yrði nú gaman svona upp á spennustigið í deildinni ef Liverpool næði sigri, en er ekki viss um að við fáum þá ósk uppfyllta. EN da mér svo sem alveg sama. Góður sigur hjá mínum mönnum í gær gegn Carlisle og við nálgumst næst efstu deild eins og óð fluga.

Gísli Foster Hjartarson, 6.3.2011 kl. 12:46

3 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Fislétt hehe...það sem ég sá á linknum en frekar óskýr:)

Óþarfa mark í lokin..en seigur þessi að skora liggur við í hvert skipti sem hann kemur við boltann,hehe..allavega í hverjum leik sem hann kemur við:):)

Halldór Jóhannsson, 6.3.2011 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband