Tap en merkilegur leikur

Tap í framlengdum leik, 3 framlengdi leikurinn af síðustu 4 hjá Suns aðeins tapið gegn Boston Celtics þurfti ekki að framlengja. Tvær fyrri framlengingarnar unnust á dramtískan hátt en nú fór ekki svo. Kevin Durrant með einn sinn slakasta leik í vetur - kannski var það ástæðan fyrir því að við áttum möguleika? - skal ekki segja.

En tveir hlutir standa upp úr þarna í þessum leik  að mínu mati. Steve Nash fór upp fyrir Isiah Thomas á stoðsendingalistanum - yfir þá sem flestar stoðsendingar hafa gefið í NBA frá upphafi. Nash er kominn í 9066 stoðsendingar. Fyrir ofan hann á listanum eru í þessari röð frá fyrsta sæti og niður: Johns Stockton, Jason Kidd, Mark Jackson, Magic Johnson og Oscar Robertson. Nash er núna 820 stoðsendingum á eftir Oscar og þarf að spila næsta tímabil til að ná honum en með góðu tímabili gæti hann líka farið fram úr Erwin Magic Johnson.

Hitt atriðið er að gamla brýnið Grant Hill sem í síðustu viku átti sinn besta leik í vetur naði því að skora ekki stig í leiknum og það þrátt fyrir að hafa spilað 40 mínútur og 56 sek - er viss um að hann tekur undir með mér að þetta sé ótrúlegt afrek hjá honum - haha.

 


mbl.is Sextán stiga sigur Lakers í San Antonio
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.