Engin trú!

Hef enga trú á árangri að þessu hjali í stjórnarráðinu svona snemma morguns. Hef trú á því að vasaklúta safn Villa vasaklúts klárist  að fundi afloknum. Svo er nú líka málið að það má ekki bara horfa á ríkisstjórnina, þó hún sé mikilvæg. Ég er ansi hræddur um að fólkið í landinu vilji sjá alvöru hækkanir á launum í kjölfar þess sem á undan er gengið.
mbl.is Ganga á fund ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ríkisstjórnin hefur hingað til þverbrotið stöðugleikasáttmálann o.fl. sem ákveðið hefur verið á svona fundum.  Málið er bara að stefna hennar og atvinnulífsins fer bara ekki saman og greini ég þar ekki milli launþega og atvinnurekenda.  Deili því með þér að ég hef enga trú á neinu hjali í stjórnarráðinu.

Jón Óskar (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 11:08

2 identicon

Ein spurning Gísli til þín þar sem þú segir að fólkið vilji alvöru hækkanir á laun. Hvar ætlar þú að sækja þá peninga s.s launahækkanirnar heldur þú að fyrirtækin í landinu þoli miklar launahækkanir þar sem allar álögur og gjöld á fyrirtæki hafa hækkað líka og lánin hjá fyrirtækjunum hafa hækkað líka og yfirleitt hefur dregist saman hjá fyrirtækjum nema útflutningsfyrirtækjum. Get ekki séð að meirihluti fyrirtækja á Íslandi hafa bolmagn í að hækka laun mikið því ver og miður því ekki veitti manni af stórri launahækkun. En að fá launahækkun sem veldur því að fyrirtækið þarf að segja upp segjum 1 starfsmanni á hverja 5 sem hækka í launum þá er launahækkunin of dýr. Eða allavegna er það mitt mat.

hjörleifur (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband