18.3.2011 | 21:09
Aumkunarverð þjóð
Það verð ég að segja að ef þetta er rétt þá kemur hér en og aftur í ljós hversu aumkunarverð þessi blessaða þjóð er. Líf fjölda manns lagt í rúst í boði ríkisins. Við erum ekki að tala um eitthvert eitt eða tvö ár í vinnu við erum að tala um líf einstaklinganna, sumir hafa jafnvek horfið á brott fyrir eigin hendi eftir að hafa ekki þolað það er þeim hafði verið gert. Til að kóróna þetta þá er okkur sagt núna að hafa bæturnar lægri en hjá þeim er tóku málið út. Hverslags viðbjóður er þetta. Hvað er í kollinum á þessu liði?
Gleymum ekki að það voru lögfróðir menn og konur og sérfræðingar sem tóku málið út - hvað var það fólk að hugsa? Eiga þetta ekki að vera sérfræðingar í þessum málum? Er þetta fólk ekki að segja með þessu að þetta hafi í raun ekki verið neitt neitt?
Svo skulum við snúa teningnum við og horfa á annan vinkil. Þá var fjöldi manns sem missti sig í fjármálabulli og skuldar milljóna tugi og jafnvel milljarða og í staðinn fyrir að loka á það lið þá fær það afskriftir hjá vinum og kunningjum í bankakerfinu - og allir brosa - aumkunarvert - Ekki gleyma því líka að sumt þetta bankahark hefur lagst illa á sálina á fólki sem aðeins fór eftir ráðleggingum þeirra er í bönkunum störfuðu, en fóru jafnvel með rangt mál til að fá bónusinn sinn. Bankamaðurinn fær svo jafnvel afskriftir en ekki kúnninn - þetta er rotið samfélag - vægast sagt.
.....spurningin er í raun þessi: Hvar endar þetta?
Nefndarmenn fá meira en þolendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta endar í kúamykjunni. Þar er hlýtt og gott og mikil næring.
GAZZI11, 18.3.2011 kl. 21:40
Gísli thegar stórt er spurt er fátt um svör!!!! EN viss er ég ad thessir sérfraedingar hafa svör á reidum höndum, spreng-laert og svo mikilvaegt fyrir Ísland og launin eftir thví..... SKÖMM af thessu ef rétt er.
kv.
Gunnlaugur H Gunnlaugsson, 18.3.2011 kl. 22:08
Allir asnar heimsins búa á Íslandi ..
GAZZI11, 18.3.2011 kl. 23:24
Já þetta er sorglegt ef rétt er og mikil skömm af. Þó ékkert sé um asna hér á landi á fjórum fótum þá er góður slati á tveimur fótum, það er mikið rétt.
Gísli Foster Hjartarson, 19.3.2011 kl. 07:59
Maður skilur að fólk reiðist
Jón Óskar (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 13:48
Já einhver sagði: Það eru meiri líkur á því að rekast á asna hér á landi en að flugvél hrapi.
GAZZI11, 21.3.2011 kl. 18:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.