Gunnar Steinn á leið til ÍBV

Flogið hefur fyrir í umræðunni hér í Eyjum í síðustu daga að þessi piltur, Gunnar Steinn,  sé á leið til ÍBV fyrir næsta keppnistímabil. Vissulega yrði það mikill fengur fyrir okkar unga lið að sá pilt í okkar raðir en rétt er að benda fólki á að líkurnar eru taldar vera um 1% að hann komi til ÍBV, þannig að þið skuluð ekki missa ykkur strax í því að sjá hann í huganum í ÍBV búning!!!! - en það hefur sjaldnast skaðað að láta sig dreyma!
mbl.is Gunnar Steinn í stuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Nær undantekningalaust er stærsti skaðinn af draumum sá, að sá/sú sem dreymir, vaknar.

 En líkurnar á því að piltur gangi til við ÍBV verða kannski ekkert meiri en þetta eina prósent, þangað til ÍBV tryggir sér sæti í N1 deildinni.

Kristinn Karl Brynjarsson, 19.3.2011 kl. 13:40

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Hugsa að líkurnar aukist ekkert þó að við förum upp minn kæri!!!

Gísli Foster Hjartarson, 19.3.2011 kl. 14:01

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Vel má vera að líkurnar aukist ekkert þó ÍBV fari upp.  Ég hef reyndar ekki hugmynd hver þessi drengur er.  Hvort að hann sé frá Eyjum eða ekki.

 En líklegast þyrfti ÍBV að leggja meira á sig, en mörg önnur lið í N1 deildinni, kæmist liðið þangað, við að lokka til sín leikmenn. 

Kristinn Karl Brynjarsson, 19.3.2011 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband