20.3.2011 | 12:39
Hver eru háu launin?
Hver eru þessi háu laun sem Lilja veltir sér upp úr? Eru það öll háu launin eða bara ákveðnar stéttir? Á bara að berja á bankamönnum? Eða á kannski líka að berja á launum forstjóra einkafyrirtækja, sjómönnum sem gera það gott og svo framvegis. Hvar vill Lilja draga línurnar. Ekki það að ég sé fylgismaður ofurlauna stefnunnar er bara að velta því fyrir mér hvert við stefnum og hvort þessi mál taki einhvern tíma enda? Já eða hvort við stefnum yfirhöfuð eitthvert, eða er samfélagið kannski en bara rekald sem berst með tískustraumum hverju sinni?
Vilja standa vörð um háu launin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það á bara að vera eitt skattþrep á Íslandi. Þessi þrep eru fáránleg og óréttlát því þeir sem eru í lægri skattþrepunum eru að moka út bótum úr bótakerfinu á meðan aðrir fá ekki neitt óháð skuldastöðu sinni.
Jón Óskar (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 13:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.