Ég styð breytingar

Breytingar eru oft til hins betra og nauðsynlegt að taka þær, þ.e.a.s. svo framarlega sem að þær snúa ekki að mér og mínum - þá eiga þær ekki rétt á sér.

Það verður forvitnilegt, ekki gaman, að fylgjast með framgangi mála þarna á höfuðborgarsvæðinu í þessum málum.


mbl.is Undirskriftir gegn breytingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að þú gerir þér ekki grein fyrir því hvað fylgir þessum breytingum.

Langar að benda þér á að hér í breiðholti er bara verið að gera þessar breytingar vegna þess að ungmennum líður illa(í fellaskóla) og þess vegna eigi að sameina allt draslið og dreyfa vandanum frekar en að taka á honum.

Þetta kom fram á fundi í breiðholtskóla um daginn að þessar breytingar eru vegna þess, það kom ekkert fram varðandi yngri börnin, það var ekki minnst á þeirra hag.
þetta sparar ekki nokkrun skapaðan hlut ef menn vilja meina það.

Þetta er bara algjör þvæla að fara í þetta.

Arnar (IP-tala skráð) 20.3.2011 kl. 18:56

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þetta sparar yfirbygginunga sem allt er að drepa á klakanum.. það á ekkert að spara í barnaheimilisplássi heldur spara í yfirmannastöðum í þessum skólum..

Óskar Þorkelsson, 20.3.2011 kl. 20:15

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Gísli.

Þetta sparar ekkert nema kanski á blaði eitt ár, punktur...

á sama tíma er verið að hræra í og hreyfa til fjölda barna þar sem dæmi eru um að börn megi þurfa að ganga milli heilu hverfanna sem ekki eru lengur strætósamgöngur sem búið er að skera niður.

Hér er um að ræða vanhugsaðar tillögur sem beinast að börnum sem hver og einn hugsandi maður, skyldi taka upp hönd fyrir.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 21.3.2011 kl. 01:21

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Arnar og Guðrún María. Ég þekki ekki hvað gengur nákvæmlega á þarna en setti þetta fram svona til að sjá hvort einhver sýndi viðbrögð. Ég efast ekki um að það þarf að taka til í yfirbyggingu skolakerfisins í Reykjavík - líkt og í flestu sem tengist borg og bæ - en maður ætlast til þess að það sé gert faglega og að fólk detti ekki í eitthvert persónulegt stríð útaf breytigum - það er í raun skotið þarna fremst. Er þar bara að hvetja fólk til að horfa aðeins út fyrir eigin nafla. það tákanar samt ekki að ekki eiga að ræða málin í þaula og fara vel yfir þau og hlusta eftir ábendingum nær umhverfisins.  - Vona að úr þessu rætist á sem bestan hátt fyrir alla en ég er hræddur um að ekki verði allir sáttir, eins og alltaf er þegar skorið er niður.

Gísli Foster Hjartarson, 21.3.2011 kl. 08:12

5 identicon

Ég hef ekki séð neinn ágreining um það að skera þurfi niður.  Hinsvegar er aðferðafræðin sem notuð er ekki til þess að auka líkur á árangri.  Held að sumir ættu bara að vera áfram Nörd

Jón Óskar (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 13:36

6 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Hann er nörd og gengur beint inn í hasarinn ......kannski hefðu flokkspólitísk lömb aldrei gert neitt? ja nema fyrst tryggja sitt fólk þarna inni og gera svo eitthvað ....en ehf enga trú á öðru en að menn nái þessu í gegn.

Gísli Foster Hjartarson, 21.3.2011 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband