Bekkurinn með 51 stig

Þeir stóðu sig vel varamenn Suns í gærkvöldi - sá einmitt leikinn á NBA TV - sölluðu niður stigum og tryggðu góðan sigur. Svo er það sigurvegarar Kyrrahafsriðils LA Lakers annað kvöld. Steve Nash með fertugustu tvöföldu tvennu vetrarins.  Pólska sleggjan Gortat fór líka mikinn og nældi sér í tvöfalda tvennu. En Gortat og Dudley heilluðu mig einna mest í gær hjá mínum mönnum, fyrir utan náttúrulega Nash. Svo verður að segjast að Grant Hill er en sprækur, sérstaklega var hann seigur varnarlega í gær og nældi í ein 4 brot á sóknartilburði Clippers.  Mikið svakalega þótti mér samt Lopez lélegur hjá mínum mönnum og Pietrus var ekki inn á til að láta hrósa sér svo mikið er víst!!

Horfði á tvo leiki með Clippers um helgina nánast í heild og mikið andskoti er nýliðinn, á öðru ári Griffin seigur hjá þeim. Samt eitthvað við hann sem pirrar mig en það er svona leti í honum stundum við að snúa til baka í vörn en öflugur er hann sóknarlega - en hann verður sennilega samt valinn nýliðið ársins!!! Það eru nokkrir ungir þarna hjá Clippers og ef að þeir halda í þá þá gætu þeir orðið sprækir næstu ár..  Skondið líka sá Chris Kaman senter hjá Clippers eiga skelfileagan leik gegn Cleveland á laugardagskvöld en svo átti hann stór góðan elik í gærkvöldi - ég sem leit eiginlega á hann sem grín eftir laugardagskvöldið


mbl.is Lakers tryggði sér toppsætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.