Vegabréf til sölu!!!

Get ekki að því gert að mér finnst þetta spaugilegt mál.  Á bara að fara að bjóða út vegabréf hæstbjóðendum? Hverslags rugl er það nú? Ef þessu fólki er svona umhugað um okkur af hverju flytur það þá ekki bara hingað? Já eða stofnar hér fyrirtæki í samfloti við eitthvað gott fólk, já eða eitt og sér - held að þarna hafi menn hlaupið á sig, og ekki í fyrsta sinn.  Ég er nú hlynntur almennum samskiptum við umheiminn á sem flestan hátt en er nú samt ekki þeirrar skoðunar að menn eigi að selja fólki vegabréf bara af því að það á pening.   ....en býð þetta fólk velkomið til Íslands
mbl.is Segir ríkisborgararétt ekki til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ég held að fólk hafi ekki áttað sig á því að 1. apríll er á morgun.  Held að umræðan sem skapast um þetta mál sé allrar athygli verð.  maður hreinlega veit ekki hvaða skoðun maður á að hafa á þessu.  Menn hafa nú fengið ríkisborgararétt hérna bara fyrir að kunna handbolta Gilli. 

Jón Óskar (IP-tala skráð) 31.3.2011 kl. 10:07

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já en voru þeir aðilar ekki búnir að búa hér flestir til einhverra ára, man reyndar ekki með gamla KA spilarann, en var hann ekki flokkaður sem pólitískur flóttamaður?

Gísli Foster Hjartarson, 31.3.2011 kl. 11:04

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

má maður þá í framhaldi af fyrstu setningu þinni fara að reikna með 1. apríl gabbinu strax eftir áramót?

Gísli Foster Hjartarson, 31.3.2011 kl. 11:05

4 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Duranona, eða Dúndra-núna eins og Siggi Sveins kallaði hann, var í rauninni landlaus, eftir að hann yfirgaf Kúbanska landsliðið á keppnisferðalagi og flúði þar með land.

 Alexander Petterson, bjó hér, ef ég man rétt, í tilsettan tíma til þess að öðlast ríkisborgararétt, eftir hefðbundnum leiðum.

 Sé það hins vegar svo að Ísland sé það gósenland í fjárfestinum að menn séu hér að bjóða fjárfestingar fyrir  eitthvað á annað þúsund milljarða, fyrir það eitt að fá að vera ríkisborgari, þá sé framtíðin hér björt.  Ég hlýt að ganga út frá því að menn vilji jú græða eitthvað á þessari fjárfestingu.

 Ef að Ísland er þetta gósenland sem tíumenningarnir, hljóta að vilja meina, þá leitar fjármagn hingað, án þess að það þurfi að gefa út vegabréf til þess að fá það hingað. 

Kristinn Karl Brynjarsson, 31.3.2011 kl. 11:32

5 identicon

Hversu spilltir eða heiðvirðir þessir menn kunna að vera að þá er nálgun þeirra a.m.k. hreinni heldur en þeirra sem komu auðlindum í hendur Magma Energy í gegnum Svíþjóð !

Jón Óskar (IP-tala skráð) 31.3.2011 kl. 12:48

6 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það má reyndar færa það til bókar að nálgun Magma Energy við það að komast yfir HS-Orku, var að stórum hluta, samkvæmt leiðbeiningum Iðnaðarráðuneytis, á þeim tíma er Össur Skarphéðinsson réð þar ríkjum.  Það mál átti hins vegar ekki heima þar innan dyra, þar sem það er Efnahags og viðskiptaráðuneytið, sem að fer með, málaflokkinn: ,,Fjárfestingar erlendra aðila á Íslandi."

 En á pressan.is stendur:

,,Hópurinn er undir forystu bandarísks lögfræðings, David Lesperance, sem sérhæfir sig í að finna leiðir fyrir fjárfesta að greiða sem minnstan skatt af tekjum sínum, útvega þeim vegabréf frá fleiri en einu landi og útvega þeim ríkisborgararétt og dvalarréttindi í nokkrum löndum, sem skapar lagaflækju komi til málshöfðana.  Lesperance er vel þekktur í fjármálaheiminum fyrir óhefðbundnar aðferðir til að tryggja viðskiptavinum sínum greiðari aðgang að auðæfum þeirra, minnka skattgreiðslur og tryggja þeim vegabréf frá fjölmörgum löndum."
 Hljómar þetta ekki á pari við hina íslensku útrásarsnilld, sem allir ættu að vita hvernig fór?

 Í stað þess að nota margbreytilegt ríkisfang og dvalarleyfi, til þess að ,,flækja" málin, notuðu hinir íslensku útrásarsnillingar, hin ýmsu dótturfélög og eignarhaldsfélög. 

Kristinn Karl Brynjarsson, 31.3.2011 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.