4.4.2011 | 12:44
Lasperance að takast hið ómögulega
Ég er ansi hræddur um að D. S. Lesperance hafi tekist að framkalla nokkuð sem að ég hélt að ég myndi ekki upplifa. Honum tókst að standa fyrir máli sem að allir 4 viðmælendur Egils Helgasonar í Silfrinu voru sammála um þ.e.a.s. að ekki væri hægt að kaupa sér ríkisborgararétt á Íslandi. Mér persónulega fannst þessir 4 einstaklingar þarna lýsa því viðhorfi sem að ég heyri hvar sem þetta mál ber á góma. Ég held, en er samt ekki viss um að Lesperance geri sér grein fyrir því, að menn eru að gelta upp við rangt tré.
Leita til Íslands vegna umhverfismála og andstöðu við stríð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér finnst dapurlegt í meira lagi að Íslendingar gefi þessu ekki gaum. Hvaða möguleika hefur þessi þjóð á vonarvöl til að bjarga sér - hvaða möguleika hefur hún til verðmætasköpunar - aðra en þá að ganga á náttúruauðlindir og hreinleika landsins?
Nú er ekki svo að ég sé sannfærð um að koma þessa fólks myndi skipta sköpum fyrir efnahag landsins, en ég tel að þjóð í þeim kröggum sem Íslendingar eru eigi að rýna vel í hvað þarna er á ferðinni.
Örþjóð þarf ekki mikið af góðri nýsköpun til að komast úr því fari að þurfa sifellt að bjarga sér með ofveiði og ágangi á auðlindir með tilheyrandi stóriðju.
Ég sé nákvæmlega ekkert fjarstæðukennt við uppgefnar ástæður þess að fólk þetta vilji til Íslands og að með í þeim pakka fylgi að það vilji rífa þjóðfélagið upp úr vandræðum sínum. asdisin@yahoo.com
asdis olavson (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 13:51
Þá er bara fyrir þetta fólk að koma til landsins og taka þátt svo getur það bara tekið þá að lögun sem aðrir taka til að fá ríkisborgararétt. Sé ekki að menn eigi að gefa fordæmi á því að fóki geti keypt sér íslenskan ríkisborgararétt.
Gísli Foster Hjartarson, 4.4.2011 kl. 19:25
Hvatinn fyrir svona fólk til að koma og skella sér í slaginn að drífa þjófélagið upp væri svo miklu miklu meiri ef það fengi að vera íslenskir þegnar strax - það segir sig sjálft. Fjárfestingar- og skattaumhverfið á Íslandi er nú ekki beinínis aðlaðandi, það þarf dálítið til svo að auðjöfrar fari að láta til sín taka hér.
Og hafi menn svona miklar áhyggjur af mismunun þá gefur augaleið að við getum veitt miklu fleiri umsækjendum ríkisborgararrétt ef við erum komin í þokkaleg mál fjárhagslega, meðal annars þess vegna finnst mér meira en sjálfsagt að gera eins og td Kanadamenn: greiða í þessum efnum götu þeirra sem líklegir eru til að auka hér verðmætasköpun. Þjóð í heljargreipum kreppu getur ekki veitt einum né neinum ríkisborgararétt. Eða hvernig heldurðu að staðan verði hér segjum næstu 5 árin með lánshæfismat í ruslflokki, heldurðu að verði mikið um verðmætasköpun?
asdis o. (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 20:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.