Íþróttapólitík!!!

Það er greinilegt að þarna gengur eitthvað mikið á. Þó svo að Hreiðar Örn hafi sagt af sér þá held ég að það hljóti að vera að það þurfi að taka á einhverjum málum þarna. Einhverjar hljóta ástæðurnar að vera og ekki verða átök innan félags af ástæðu lausu. Vona að menn nái að leysa úr því sem leysa þarf - ekki er hægt að láta íþróttafélag hanga í lausu lofti. Félagið hlýtur alltaf að vera stærra en nokkrar persónur.

Vona að það ágæta fólk sem vill fyrir félagið starfa leysi þessi mál sín á milli og félagið hljóti ekki frekari skaða.


mbl.is Nýkjörinn formaður sagði af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frekar misheppnuð hallarbylting.  Held að félagið hafi nú þurft á einhverju öðru að halda.

Jón Óskar (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 12:42

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já samkvæmt þessu er það réett Jón Óskar en maður veltir fyrir sér hvað þarf að hafa gengið á til þess að menn geri hallarbyltingu í íþróttafélagi.

Gísli Foster Hjartarson, 5.4.2011 kl. 14:56

3 identicon

Það er spurning.  Kannski hallar meir á sumar greinar en aðrar í félaginu.  Það virðist þó ekki vera þarna því formenn deilda vilja ekki nýja formanninn. 

Jón Óskar (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband