7.4.2011 | 14:18
Íslenskir dómstólar
Ég velti fyrir að í allri þessari Icesave umræðu er alltaf látið líta út eins og enginn þori að sækja mál sem reka á fyrir íslenskum dómstólum! Eru hér einhver sérlög sem menn dæma eftir? Eða er verið að segja að dómskerfið okkar sé okkur hliðhollt og víki kannski af leið til að tryggja okkur sigur?
Langaði bara að velta þessu upp svona því að meira að segja formaður lögmannafélagsins talar með þessum tón.
Icesave verði að gíróseðlum á mánudag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú veist að fólk treystir ekki hæstarétti lengur.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 14:24
Það eru sérlög sem fólk dæmir eftir í öllum löndum. Það útskýrir m.a. hversvegna dauðarefsing er leyfð sumsstaðar en sumsstaðar ekki.
Leifur Finnbogason, 7.4.2011 kl. 14:41
Nei í þessum málum Finnbogi heyrist mér nefnielga samt að það sé ekki eins sérstakt og þú talar um því grunnurinn viðrist eiga að koma erlendis frá. Þetta er ekki bara "innanbúðarmál" nema jú þá innan EES.
Gísli Foster Hjartarson, 7.4.2011 kl. 17:33
Auðvitað eru mörg og í raun langflest lög lík, en það þýðir ekki að einhver grundvallarmunur geti ekki skipt sköpum við afgreiðslu hvers máls fyrir sig.
Leifur Finnbogason, 8.4.2011 kl. 01:07
Sjáðu fróðlega grein,
http://www.visir.is/rangfaerslur-formanns-logmannafelags-islands-um-icesave/article/2011110409204
Túlkun þessara lögmanna er eins og ég og margir höfum lengi sagt, lög eru lög, og þeim er ætlað að fylgja, hvort sem brjótandinn er Ísland eða Útlönd, og hvort sem hel frýs yfir brjótandann í kjölfar dóms.
Íslensku dómstóll getur komist að þeirri niðurstöðu að ísland mismunaði erlendum innistæðueigendum, og Icesave getur því hæglega 10 faldast - reyndar ekkert þak á því, því að það fer eftir því hvað ríkasti íslendingurinn átti in á tékkareikningnum sínum : D Flott lög þessi bráðabyrgðalög að því leiti, með sér klausum til að bjarga nokkrum milljónamæringum.
Það er þvílíkt búið að villa fyrir okkur, því heilbrigð skynsemi segir að það eigi ekki að mismuna fólki, og lög því miður fyrir NEI fólkið eru yfirleitt skrifuð í slíkri meiningu.
Jonsi (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 01:35
menn eru reknir útaf fyrir að deila ítrekað við dómarann á leikvellinum.
Jón Óskar (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 08:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.