Eitt skil ég ekki

Ber mikla virðingu fyrir Eva Joly, hún líka svona "rebel" eins og maður segir og því gaman að sjá allt þetta hægra fólk flykkjast a´bak við hana. Sama fólk og vildi hana næstum feiga fyrir ekki svo löngu. Það er eitt sem að stingur mig þarna hjá henni og ekki bara hjá henni heldur bara í umræðunni því þetta ber stundum á góma:

„Kröfurnar á Ísland eru gríðarlega háar í ljósi smæðar þjóðarinnar. Icesave-skuld upp á 3,5 milljarða punda er samsvarandi kröfu um að breskir skattgreiðendur greiddu 700 milljarða punda. Þessi krafa er umdeild og ég tel hana hvíla á vafasömum lagagrunni, svo vægt sé til orða tekið, að ekki sé minnst á hin siðferðilegu rök,“ skrifar Joly.

Kröfurnar eru gríðarlega háar í ljósi smæðar þjóðarinnar ........í mínum huga segir mér það alltaf hversu gjörsamlega hömlulaus við vorum og hverslags rugl var í gangi, eigum við að fá einhverja vorkun útaf því?  Auðvitað er sumt á tæpum lagalegum grunni - þess vegna eru jú þessi læti, ekki satt. Er það einmitt líka útaf siðferðisskorti og græðgi þjóðarinnar að við erum í þessari stöðu í dag? Við getum ekki bara skautað framhjá því.  Tala menn ekki um að erlendir kröfuhafar hafi orðið af 7000 milljörðumeftir viðskipti sín við Íslendinga? Við óskum eftir með aumkun - Come on!


mbl.is Augu umheimsins á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eva Jolly er ein þekktasti réttlætisinni í heimi Gísli. Ef hún sér gríðarlegt óréttlæti í Icesave samningum fyrir Íslendinga. ÞÁ ER GÓÐ ÁSTÆÐA FYRIR ÞVÍ.

Gefðu þér augnablik til að hugsa um hvaða áhættu það skapar að skrifa undir þessa samninga.

Við getum ekki sent almenningi annara þjóða þau skilaboð að við séum að taka á okkur syndir bankakerfisins (Þetta snýst jú í raun um það)

Bretar rukkuðu Skatta af Icesave ekki Íslendingar. Þannig að þeir högnuðust meira á þessu en ég og þú. Samt villt þú borga fyrir Björgólf ?

Bretar eru þjóð sem hikuðu ekki andartak við að setja hryðjuverkastimpil á Íslendinga. Heldur þú að þeir væru búnir að hika við að fara í dómsmál ef þeir teldu sig hafa sterkt mál ?

Ekki séns !

Þröstur (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 13:31

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Þröstur er nokkuð sammála þér með Eva Joly. Hef borið mikla virðingu fyrir henni og ég hef grun um að hún verði í raun þegar uppi er staðið ein aðalástæaðan fyrir því að við komum böndum yfir þá er óhreint mjöl hafa í pokahroni.

Ég tel að við getum heldur ekki sent öðrum þau skilaboð að við borgum okkar fólki, en ekki þeim sem eru með lögheimili í öðru landi en geyma fé í sama banka - ég get ekki sæst á það. Ég tel að við höfum brotið þar reglu EES sem leyfir ekki mismunun eftir þjóðerni - hvort þú ert sammála veit ég ekki

Ég skil alveg þetta með lögin sem sett voru á okkur fyrir aumingjaskap ráða og bankamanna hér heima sem engin svör gátu gefið bretum hvernig þeir ætluðu - þeir beittu okkur þá lögum sem m.a. innihalda virkni gegn hryðjuverkamönnum. 

Ef að þú ert að semja við mig um einhverja upphæð og lofar að borga - á ég þá að höfða mál gegn þér strax?

Þröstur ég, já og þú,  er á fullu að borga fyrir Björgólf og alla hina í öllu þessu bákni sem ríkið er búið að vera að taka yfir. Í öllu því líka sem verið er að afskrifa og ég er jafnvel að borga fyrir fólk út um allt land sem er að fá niðurfellingu á skuldum sínum!!!

En ég er ánægður að þú setur ekki út á hversu skelfileg spor við (landar okkar) skilja eftir  út um allar trissur.

Góða helgi og þakka þér fyrir innlitið

Gísli Foster Hjartarson, 8.4.2011 kl. 13:48

3 identicon

Kröfur eru háar í samanburði við aðrar stærðir. Eðlilegt er að miða við landsframleiðslu , heildartekjur ríkisins,heildarskuldir ríkisins eða þjóðartekjur. Íslendingar eru fámenn þjóð, það vitum við! Fjölmenn fátæk ríki eins og mörg ríki Afríku eiga í gífurlegum skuldavanda og hæfni þeirra til að borga er margfallt minni en okkar. Lagagrunnur kröfunnar er umdeildur það hefur lengi verið ljóst. vandinn felst í því hvernig við viljum leysa deuluna.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 13:59

4 Smámynd: GAZZI11

Það eina sem er rétt í þessu og skiptir máli er að koma þessu fyrir dómstóla. Þannig fæst niðurstaða og síðan út frá henni ætti að vera hægt að greiða þeim skaðabætur sem eiga rétt á þeim. Í framhaldinu ætti einnig að vera hægt að betrumbæta lagakerfið í kringum bankana. Þetta er réttlátasta leiðin fyrir alla aðila.

Íslendingar eru asnar upp til hópa og tala nú ekki um það þegar við þykjumst vera snillingar í samningagerð á alþjóðavettvangi og eða við erlend stórfyrirtæki. Rassin á okkur er vel smurður í þeim samningum því miður.

Mér finnst alveg vanta í umræðuna hvað t.d Björgólfarnir og þeir sem settu ICESAVE á lagginar ætli að kjósa. Kannski er ríkisborgararétturinn kominn eitthvað annað hjá þeim.   

GAZZI11, 8.4.2011 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.