Kjaftæði!

Svæðisfélag Vinstri grænna á Vestfjörðum gerir sér klárlega ekki grein fyrir því að þeirra hlutverki er lokið í ferli Ásmundar Einars Daðasonar. Hlutverki þeirra lauk um leið og hann komst inn á þing. Það gæti svo sem el verið að hann hóaði í mannskapinn næst þegar kemur að kosningum. Þangað til er hann sinn eigin herra.  Kannski verður hann kominn í nýjan flokk þá - hver veit? Ég var nú samt hissa í dag þegar ég heyrði í félaga mínum að vestan sem sagði: Farið hefur fé betra!    - ég var samt ekki alveg að kaupa það því vissulega veikir brotthvarf hans meirihlutann, allavega í sumum málum miðað við orð hans sjálfs
mbl.is Ásmundur Einar segi af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Gleymdi VG að halda fund þegar Þráinn gekk í hann?????????
Og mótmælt því,hehe:)

Halldór Jóhannsson, 14.4.2011 kl. 19:52

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Held það, en er það ekki svo að menn fagna nýjum liðsmönnum en láta þá heyra það er yfirgefa samkomuna. Þannig er það og þannig hefur það víst verið, allavega í þeim tilfellum sem ég veit um.

Gísli Foster Hjartarson, 14.4.2011 kl. 20:12

3 identicon

Það má þó kannski benda á að Ásmundur er þarna af fúlustu alvöru í eigin erindagjörðum. Hann sem bóndi er harður andstæðingur ESB. Hann hugsar því fyrst og fremst um eigin hag en ekki þjóðarinnar.

Ég er ekki þar með sagt að ESB sé það sem koma skal en mér finnst þó eðlilegt að leyfa þjóðinni að sjá hvað kemur út úr samningaviðræðum. Ásmundur þorir því ekki ef ske kynni að þjóðin kynni að samþykkja.

Guðmundur (IP-tala skráð) 14.4.2011 kl. 21:30

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já nokkuð til í þessu Guðmundur - skelfilegt að fá styrki frá ESB til sturkingar á innviðum samfélagsins en ekkert að því að bændur fái hvað, hvað sögðu menn um daginn , 12 milljarða úr ríkissjóði á ári var það ekki. Hann er auðvitað pínu hlutdrægur bóndinn og er hann ekki líka formaður Heimssýnar? En það sér þetta hver með sínum augum.

Gísli Foster Hjartarson, 14.4.2011 kl. 22:56

5 identicon

... og hvað haldiði að þið þurfið að borga eitthvað minna til bænda ef við göngum í ESB ?? Ja.. já til íslenskra bænda allavega.

Þá þurfum við bara að borga til fleirri bænda en íslenskra, maturinn sprettur ekki bara á trjánum jú nó !! (... ja kannski í sumum tilfellum :o) 

Ef þú átt smá túnspildu getur í ESB fengið styrk fyrir að slá grasið, slá það ekki, beita grasið eða beita það ekki !!

Þá þurfum við bara að styrkja pólska, sænska, franska og finnska bændur til að slá ekki hjá sér grasið.

Jón Guðlaugur Guðbrandsson (IP-tala skráð) 15.4.2011 kl. 00:59

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

JGB ætti nú kannski að kynna sér þessi mál aðeins betur.. því styrkir til landbúnaðar í ESB eru lægri en tíðkast á íslandi og ísland þarf að semja um það að fá að styrkja sína bændur sérstaklega ;)

Óskar Þorkelsson, 15.4.2011 kl. 11:15

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

JGG átti þetta að vera ;)

Óskar Þorkelsson, 15.4.2011 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband