Sjúkt lið!!!

Það er nú ekki oft sem að maður heyrir af svona sjúkum athæfum í garð knattspyrnustjóra. Er ansi hræddur um að svona hlutir komi til með að þjappa fólki saman. Held að flestir geri sér nú grein að þó að maður "þurfi" kannski að blóta andstæðingum síns liðs, já og jafnvel einhverjum í liðinu sem að maður styður - þá er þetta nú of langt gengið vægast sagt.  ....vonandi komast menn til botns í þessu máli.
mbl.is Sendu framkvæmdastjóra Celtic naglasprengju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eitthvað finnst mér þetta tengjast sprengjunum sem hafa fundist (og ein sprakk nýlega) í N-Írlandi. Einn maður var handtekinn í Skotlandi í kjölfarið.

"Celtic have a historic association with the people of Ireland and Scots of Irish descent, who are both mainly Catholic. Traditionally fans of rivals Rangers came from Scottish or Northern Ireland Protestant backgrounds and support British Unionism." Gamalgrónu írsku erjurnar.

( http://en.wikipedia.org/wiki/Celtic_F.C. )

Brynjar Björnsson (IP-tala skráð) 20.4.2011 kl. 11:07

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Jújú Brynjar tengingin er mikil við trúna og Íra og því getur vel verið að þetta sé allt á sömu bókina lært og tengt innbyrðis. Oft sauð/sýður nú upp úr á leikjum Rangers og Celtic. Oft hafa erjurnar utan vallar verið reknar til "trúarbragða" en ekki beint til tuðrusparks.

Gísli Foster Hjartarson, 20.4.2011 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.