Vasaklútur Villa!!!

Það held ég að vasaklútur Vilhjálms Egilssonar hjá SA hafi komið að góðum notum núna þegar hann svitnaði yfir kjarasamninginum sem að menn gerðu við Elkem undir forustu hins knáa Vilhjálms Birgissonar.  Hlakka til að sjá hvaða útspil starfsmaður minn Vilhjálmur Egilsson kemur með á næstu dögum - og mikið er ég orðinn þreyttur á að hann dragi alltaf LÍÚ inn í málið - Veit hann ekki að lífið er ekki lengur bara saltfiskur? Á maður að þurfa að hringja í hann?  Menn eru engan veginn að vinna sér inn punkta hjá verkafólki með þessum vinnubrögðum. Þrælsóttinn er ekki lengur til staðar á Íslandi, ja alla jafna ekki.

Svo verða menn nú að fara að losa þjóðina undan verðtryggingunni. Hún er gjörsamlega að sliga allt.  Svo væri nú gaman að sjá hvort stjórnvöld og aðrir er fara með ferðina í samfélaginu ætli ekki að fara að koma með eitthvað útspil handa þeim sem ekki misstu sig í lántökum og öðru á tímum hins ímyndaða góðæris. Við borgum bara og borgum og engum dettur í hug að hirða um þennan þó nokkuð stóra hóp. Sem að mestu leyti heldur til á landsbyggðinni ......en fólk er farið að leita sér að vopnum.


mbl.is Gagnrýnir framsetningu SA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Ágústsson

Vid thurfumfolk eins og Vilhjalm Birgis inni ASI thar er folk ekki i kjarabarattu fyrir folkid heldur i politik

Magnús Ágústsson, 21.4.2011 kl. 07:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband