23.4.2011 | 17:59
Ást mbl.is á Liverpool
Ótrúlegt að lið sem hefur ekkert afrekað i langan tíma skuli vera vinsælasta liðið í umfjöllun um enska boltann bæði á mbl.is og í fréttatímum á stöð2. Reyndar má nú segja að mbl.is stendur sig örlítið betur og er fjölbreyttara og gefur öðrum liðum smá séns. Hinir eru fastir í Liverpool og gárungarnir eru farnir að kalla íþróttafréttirnar á stöð2 - Liverpool TV ......á íslensku. ...úrslit og leikir sem tengjast Liverpool og eru neitt merkilegri en aðrir verða að stórleikjum á Stöð2.
Dalglish: Spiluðum á köflum frábæran fótbolta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
...sem þýðir þá væntanlega að þá má ekkert fjalla um liðið, bara af því að það er Liverpool?
hlutlausa stelpan (IP-tala skráð) 23.4.2011 kl. 18:55
Gísli Foster Hjartarson, 23.4.2011 kl. 19:33
Reyndar er þetta nú ekkert svo skrítið. Ég held að ég fari rétt með þegar ég segi að Liverpoolklúbburinn sé stærsti stuðningsmannaklúbbur á Íslandi.
Jakob Jörunds Jónsson, 23.4.2011 kl. 19:41
Kva.
Í zíðazta mánuði zýndi RÚV meira frá blakliði kvenna á Norðfirði & Evrópumeiztaramóti íslenzka heztzinz zíðan í fyrra en frá öllum öðrum íþróttum zamanlagt...
Kví kvarta ?
Steingrímur Helgason, 24.4.2011 kl. 00:14
Ég ætla að leyfa mér að giska á að ritstjórn mbl.is notist við mælingar á því hvaða fréttir eru mest lesnar þegar þeir velja nýjar fréttir til að birta. Fréttir um Liverpool hafa yfirleitt dregið töluvert meiri traffík en um flest önnur lið (skv. minni eigin reynslu annars staðar frá) og það eru ekki síst aðdáendur annarra liða sem fara inn á þær fréttir og skilja eftir athugasemdir eins og þú gerðir sjálfur.
Svo getur líka verið að þetta sé svo einfalt (eiginlega mun líklegra) að fréttir sem mbl.is fær frá erlendum fréttaveitum séu að svo miklu leyti um Liverpool :) Ég veit að ein vefsíða - www.football365.co.uk, skrifar mjög mikið af fréttum um Liverpool einfaldlega vegna þess að þær fréttir fá yfirleitt gríðarlega mikið af heimsóknum og athugasemdum.
Gulli (IP-tala skráð) 24.4.2011 kl. 09:35
Ég setta nú meira fram af smá gríni en annað er nefnilega ekkert sv viss um að Liverpool fái meiri fréttir en Chelsea, Man U og Arsenal á mbl.is, og verð núi að segja að ég er nú bara nokkuð ánægður með umfjöllun mgl.is um íþróttir, þar hafa þeir haldið haus þó mér finnist ýmislegt annað ekki hafa haldið sama dampi. EN þetta er oft hvimleitt á stöð2. EN ætla nú ekki að fara að nefna dæmi, en þykir oft skondið þegar íþróttafréttir byrja á því hvort einhver er í liðinu hjá rauða hernum í kvöld eða ekki!!!
Gísli Foster Hjartarson, 24.4.2011 kl. 10:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.