2.5.2011 | 21:59
Flott einvígi
Þetta var svakalega flott einvígi um titilinn. Jú jú Higgins hafði sigur en Judd Trump klárlega sigurvegari mótsins ef svo má að orði komast. Aðeins 21 árs kom hann skemmtilega á óvart í mótinu, komst í úrslit og var yfir eftir fyrri dag í úrslitaleiknum en missti svo flugið. Trump er einstaklega sóknarþenkjandi spilari og ótrúlega gaman að sjá hann spila. Hann stóðst ekki Higgins snúning í dag en gerir það kannski síðar. Meira að segja Higgins sagði að það hefði verið gaman að fylgjast með hinum 21 árs gamla Bristol búa Trump spila. Hlakka til að sjá til hans í framtíðinni.
Fylgist nokkuð vel með þessu móti á Eurosport og þarna var mikið um augnakonfekt í spilamennskunni.
![]() |
Higgins heimsmeistari í snóker |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.