3.5.2011 | 16:52
...hefst nú leikurinn?
Tryggvi Þór svarar þarna rösklega fyrir sig. Ætli við séum að fara að horfa upp á þetta gerast núna, þ.e.a.s. menn kasti tortryggnisprengjum úr glerhúsum hægri vinstri! Til þess eins að reyna að láta sjálfan sig líta betur út um stundarsakir. Vá hvað það kæmi mér lítið á óvart. Ég er ekkert alltaf ánægður með Tryggva Þór, ekkert frekar en Björgólf Thor, en er þó ánægður með að hann stígur hér strax fram áður en að menn missi sig í umræðunni í sleggjudómum um að Tryggvi Þór hafi verið grálúsugur í vinnu sinni hjá forsætisráðuneytinu og svo framvegis. Held að sérstakur saksóknari muni varpa ljósi á mörg mál, rétt eins og rannsóknarskýrslan gerði þegar hún kom út.
Lykilatriðið í þessu er að þjóðin má ekki sofna á verðin og fara að láta sömu hlutina gerast strax aftur - það hræðist ég. Tala nú ekki um í ljósi þeirra sagna sem að maður heyrir og ýmissa þeirra frétta sem okkur eru þegar færðar.
Rakalaus þvættingur hjá Björgólfi Thor | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
mér finnst nú merkilegast við þessar fréttir að þarna kemst Björgólfur Thor algjörlega í mótsögn við fyrri yfirlýsingar sínar um að hann hafi ekki haft neina aðkomu að stjórn landsbankans
arni (IP-tala skráð) 3.5.2011 kl. 17:10
Ef maður trúir hvorugum, hvor er þá að segja satt?
Björn (IP-tala skráð) 3.5.2011 kl. 17:32
Svona í innskoti) Kvað fær Tryggvi þór fyrir að vera fastur Baugspenni á Fréttablaðinu ? það botnar engin í því hvers vegna hann komst á þing.Hann er ósköp ósamfærandi maður og manni verður hálf ílt að sjá smettið á honum.þó er ég Sjálfstæðismaður.Já það eru margir Úlvar í Sauðagæru í Sjálfstæðisflokknum um þassar mundir.En það kemur bráðum að Landsfundi.
Vilhjálmur Stefánsson, 3.5.2011 kl. 17:48
Það er til máltæki sem er svohljóðandi: Að skrattinn hitti ömmu sína. Það er notað sérstaklega í tilfellum sem þessum.
Guðlaugur Hermannsson, 3.5.2011 kl. 17:56
...........Hefst nú leikurinn,,,,,,, og hann er ekki búinn fyrr en dómarinn flautar.
Hvenær skyldi það nú gerast???
Jóhanna (IP-tala skráð) 3.5.2011 kl. 18:32
Og hver ætli muni borga dómaranum mest?
Jón Flón (IP-tala skráð) 3.5.2011 kl. 21:08
Kjörorð Tryggva Þórs hafa alltaf verið "Hafa skal það sem borgar best" þ.a. að hans trúverðugleiki er ekki beint til útflutnings. Auk þess er þessi garmur óttalega einfeldningslegur í öllum sínum málflutningi þ.a. að það kom ekki á óvart þegar Geir Haarde sparkaði honum sem ráðgjafa.
En líklega hitti skrattinn ömmu sína þegar þessir tveir siðblindu kónar hittust, Björgólfur Thor og Tryggvi Þór.
Líklega hefur Tryggvi vinninginn yfir Björgólf þegar kemur að grímulausri spillingu og eiginhagsmunagæslu, en það er mjög mjótt á mununum. Báðir eru þeir að sjálfsögðu lygarar af guðs náð þ.a. sannleikurinn liggur einhversstaðar á milli lyginnar í þeim báðum.
Guðmundur Pétursson, 4.5.2011 kl. 00:20
Askar capital tók þátt í ástarbréfavafningum milli stóru bankanna og Seðlabanka, en stóru bankarnir máttu víst ekki fá víkjandi lán þar sem þeir voru fjárfestingarbankar Tier 1 síðan 2003 og voru með ólögleg víkjandi lán til að byggja upp eiginfjárhlutfall upp á 300 milljarða, það útskýrir vaxtarhraðann (það sama er að gerast í dag)og Askar ásamt fleiri bönkum keyptu þess vegna víkjandi skuldabréf af gömlu bönkunum með víkjandi lánum frá Seðlabanka, svo stóru bankarnir gætu greitt upp gömul víkajandi lán sem þýðir að ástarbréfin voru til að skuldbreyta lánum en ekki til að auka eigin fé stóru bankanna, það er skrítið að mælt hafi verið með að Landsbankinn gamli tæki yfir Askar og en skrýtnara að rannsókn á hruni sparisjóðanna sé ekki hafinn. En endurreisn stóru bankanna og einbeittur brotavilji hefur verið að kæfa sparisjóðinna
valgeir e ásbjörnsson (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 11:42
Já, Það er merkilegt með hann Tryggva sannsögla. Skv. eftirfarandi frétt í mbl. var hann í 6 mánaða leyfi hjá Askar Capital seinni hluta árs 2008.
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2008/10/15/tryggvi_thor_haettur_sem_efnahagsradgjafi/
Líklega hefur honum verið sparkað sem ráðgjafa. Síðan heldur Tryggvi því fram við MBL að hann hafi verið búinn að gera starfslokasaming við Askar og hafi verið hættur þar sem starfsmaður þegar hann var ráðgjafi Geirs.
http://mbl.is/vidskipti/frettir/2011/05/03/rakalaus_thvaettingur_hja_bjorgolfi_thor/
En í viðtali við DV í Október 2008 segist Tryggvi einungis vera í leyfi frá Askar og muni byrja þar aftur sem bankastjóri 1. janúar 2009.
http://www.dv.is/frettir/2008/10/16/treystir-engum-betur-en-geir/
Tryggvi kallar síðan Björgólf lygamörð :) Skv. ofangreindu þá virðist Tryggvi nú umgangast sannleikann af hæfilegri virðingu.
Guðmundur Pétursson, 4.5.2011 kl. 12:08
Já DV tæklaði þetta myndarlega í morgun og Tryggvi lítur illa út eftir það. Ég velti fyrir mér hvernig væri tekið á svona málum í öðrum löndum. Eru menn ekki komnir þarna á hálan ís og nálægt afsögn?
Allt sem ég þakkaði honum fyrir var skotið í kaf af DV, og nú stendur hann nakinn úti á túni við hliðina á Björgólfi Thor!
Gísli Foster Hjartarson, 4.5.2011 kl. 13:16
Tryggvi er ekki bara ljótur, heldur líka mjög orðljótur samanber eftirfarandi..... :)
http://www.dv.is/blogg/ingi-freyr-vilhjalm...-tryggva-thors/
Nú þarf þessi maður að segja af sér þingmennsku og hverfa ofan í sína holu í skjólinu. Annað væri skandall og staðfesting á því að Ísland sé bananalýðveldi af verstu sort.
Guðmundur Pétursson, 4.5.2011 kl. 18:41
Skíthælar þekkjast á löngu færi, ef ekki á útlitinu, þá á innrætinu.
corvus corax, 5.5.2011 kl. 07:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.