Vasaklútafrétt!

Verð nú bara að viðurkenna að ég er ekki alveg að fatta Margréti Kristmannsdóttur þarna. En það er svo sem ekki í fyrsta skipti sem að ég fatta ekki fólk. Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að það væri erfitt að manna þessi lægst launuðu störf. Með þessum hækkunum þá kannski færist verslunarfólk nær því sem gerist jafnvel annarsstaðar. Kannski að þetta fólk komi til með að eiga fyrir salti í grautinn innan fárra ára með bara venjulegum vinnutíma!!! Tek undir með öðrum bloggara sem spurði til hvers verið er að hafa verslanir opnar allan sólarhringinn? Ég hef t.d. aldrei skilið til hvers matvöruverslanir í Eyjum eru opnar á sunnudögum. jújú það eru breyttir tímar en er einhver ástæða til þess að þenja launakostnað og vöruverð þá líka með því að vera að hafa opið svona? má ekki bara fara skref aftur á bak og koma fólki inn í gamla munstrið? Ef að það yrði til þess t.s. að vöruverð lækkaði aðeins þá er ég hræddur um að ekki myndi fólk kvarta.
mbl.is 22% hærri laun í verslun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið hryllilega er ég sammála þér þarna. Að vera með matvöruverslanir opnar allann sólarhringinn er þvílíka þvælan því það eina sem þetta hefur uppá sig er að vöruverð hækkar með hækkandi launakostnaði. Þyrfti að fara að endurskoða þetta bull sem er í gangi.

Hjörleifur (IP-tala skráð) 6.5.2011 kl. 09:49

2 identicon

Og þarna er mynd af rúllustiganum margfræga. Voru hinir ekki fjarlægðir til að beina fjöldanum í átt að matvörubúðinni? í óþökk annara kaupmanna í Kringlunni. Það er sama hvað er gert til að auka veltu í matvöruverslun í Kringlunni. Þeim tekst alltaf að enda öfugu megin við núllið.

http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=653834

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.5.2011 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.