Spillingin heldur áfram

Mín skoðun er sú að tími Blatter sé liðinn. Það hefur enginn gott af því að vera svona lengi í svona stól. Hreyfingin hefur gott af örlítið meiri vindi og minni spillingu. Spillingin eykst þegar menn sitja lengi. Lýsi undrun minni að menn skuli styðja svona spilltan foringja, en það kemur mér kannski ekki beint á óvart þekkjandi þetta umhverfi sem búið er að búa til. 

Ég er nú líka þeirrar skoðunar að þetta kjörtímabil hjá Geir Þorsteins eigi að vera það síðasta og svo eigi hann að stíga til hliðar. Það er kominn tími á nýja vinda í kringum KSÍ. Í KSÍ eins og mörgum öðrum svona batteríum á að vera hámarkstími sem menn geta setið í stjórn, svo eiga menn að víkja allavega, eitt kjörtímabil. Held að það verði mun öflugra fyrir hreyfinguna - en það er mín skoðun en ég veit að aðrar eru kannski ekki sammála mér í þessu.


mbl.is KSÍ styður Blatter í forsetastólinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Sammála herra minn....

Halldór Jóhannsson, 21.5.2011 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband