24.5.2011 | 18:35
Landssöfnun að hefjast!
Til stendur að hefja landssöfnun á vasaklútum til að senda til Noregs, ef þessu væli linnir ekki.
Sérstakt að heyra af svona viðhorfi frá fólki sem virðist klárlega ekki gera sér grein fyrir því hvað í gangi er hér á klakanum. Maður hefði nú haldið að allir Norðmenn gerðu sér grein fyrir þessu. Ekki að ég þurfi að kvarta hér í Eyjum en blessað fólkið í nágrenni við eldsumbrotin. Það á ekki sjö dagana sæla og ég er nokkuð viss um að þetta norska flón, já og jafnvel fleiri, gera sér nákvæmlega enga grein fyrir því er gengur á - því miður.
![]() |
Norðmenn öskureiðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
...hvernig væri að láta verða af þessu? Illgirni norsara í okkar garð er ekki einleikin....
Haraldur hárlausi (IP-tala skráð) 24.5.2011 kl. 22:38
Gísli. Norðmenn eru kannski þreyttir á stjórnleysi Íslendinga? Engan skyldi undra það, og það brýst út á þennan hátt hjá sumum, gömlum og þreyttum konum? Eða hvað?
Opin og heiðarleg umræða og fræðsla leysir svona þekkingar/skilningsleysis ágreining milli þjóðanna. Norðmenn eru búnir að taka Íslenska flóttamenn til sín í vinnu og vernd, fyrr og nú eftir svikin við almenning á Íslandi, og svo kemur askan á eftir? Ætlar þessu ekki að linna, þarna frá Íslandi, gæti kannski einhver þeirra hugsað? Skiljanlega!
Íslendingar eru nú ekkert skárri, þegar þeir á einstefnulegan og hrokafullan hátt hneykslast á, og fordæma Norðmenn, svona þegar þeim finnst þeir hafa eitthvert siðferðilegt efni á því?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.5.2011 kl. 00:41
Gísli. Gleymdi að segja, Norðmenn hjálpuðu líka mikið til, þegar eldgosið í Vestmannaeyjum hrakti alla Eyjamenn á land! Þeir tóku á móti fólki til Noregs, til að hjálpa til.
En oft gleymist það sem vel er gert, og það er algengt á Íslandi, að vera með gullfiskaminni, hroka og vanaþakklæti. Svona erum við Íslendingar nú gölluð, eins og aðrir, og höfum engan einkarétt á því?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.5.2011 kl. 00:53
Jú Anna, við erum nefnilega að dunda okkur við það hérna upp á Íslandi að kveikja á eldfjöllunum okkar til að ergja Norðmenn og aðra evrópubúa. Það er ekkert sem afsakar svona heimsku en við skulum heldur ekki alhæfa um Normenn þó sumt fólk sé orðið eitthvað fúið í toppstykkinu.
Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 25.5.2011 kl. 08:03
Norðmenn átti það að vera.
Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 25.5.2011 kl. 08:03
Anna ég setti þetta nú meira inn svona í gríni en í alvöru. Veit mæta vel af hjálp Norðmanna á sinum tíma. Það er en talað um hana hér í Eyjum, svo vel var hún þegin. Auðvitað átti þessi vælutónn ekki við um alla Norðmenn. Held nú að megnið af fólki með kollinn í lagi viti nú að við þessu er ekkert að gera. En ekki yrði ég hissa þó umheimurinn væri orðinn þreyttur á Íslendingum, því við erum jú sjálf frekar pirruð innbyrðis gagnvart hvort öðru - vægast sagt.
Gísli Foster Hjartarson, 25.5.2011 kl. 12:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.