Var þar........

....í næsta nágrenni!!! Man vel eftir þessu var einmitt að koma frá Frakklandi á þessum tima og í ferjunni frá Calais var allt vaðandi af Sampdoria aðdáendum sem og Barcelona fólki. Svo var líf og fjör í borginni hvar sem að maður hitti stuðningsmenn liðanna. Ég hafðiaftur á móti ekki miða á leikinn svo ég horfði bara á hann í sjónvarpinu. Margir flottir spilarar í báðum liðum á þessum tíma. Það er en fullt af flottum spilurum í Barcelona liðinu en ekki alveg jafn margar skrautfjaðrir í liði Sampdoria í dag.

Þó Barcelona liðið sé stjörnum prýtt, þá er nú United liðið ansi sprækt líka og ég spái þeim nú sigri á morgun. 2-1 en hvað segir þú?


mbl.is Barcelona vann á Wembley 1992
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grétar Ómarsson

Sæll Gísli,

Barcelona er sennilega með eitt besta fótboltalið frá upphafi en þeir eru samt ekki ósigrandi.

 Man Utd getur spilað flottan fótbolta og geta unnið hvaða lið sem er á góðum degi,  jafnframt hafa þeir sýnt að þeir geta verið hrein hörmung á milli.

Ef bæði lið ná að spila sinn besta bolta verður þessi leikur algjört augnakonfekt fyrir fótboltaaðdáendur, en ég held að leikurinn þróist á þann hátt að United mun pakka í vörn og reyna að beita skyndisóknum, sennilega mun það verða þeim að falli og Barcelona skorar fyrsta markið, eftir það mun vörn United opnast enn meira þegar sóknarþungi Unitedmanna verður meiri. 

Mín spá, Barcelona 2-0 Man Utd 

Mín ósk, Barcelona 0-1 Man Utd

Grétar Ómarsson, 27.5.2011 kl. 22:54

2 identicon

Ekki spurning Barcelona vinnur 2-1

Viktoria (IP-tala skráð) 27.5.2011 kl. 23:04

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Grétar! Ég er að vona að United komi á þá og nái að halda þeim ofarlega á vellinum, þá munu þeir skora og Börsungar munu þá þurfa fara að elta, það gæti orðið forvitnilegt, og United í hag!!!!

Viktoria, ekki þó Beckham geri ég ráð fyrir, við sjáum hvað gerist

Gísli Foster Hjartarson, 28.5.2011 kl. 08:35

4 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Ég er á því líka að UTD-menn vinni...Rooney skori ekki samt..

Halldór Jóhannsson, 28.5.2011 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband