Af hverju er ekkert minnst á......

.....verð muninn á rauðvíni, hvítvíni og bjór í Fríhöfninni annars vegar og í verslunum ÁTVR hins vegar? Það er jú það sem vinsælast er í dag að drekka. Þessi sterku vín eru ekki drukkin eins mikið og áður og það hefur verið áberandi síðustu ár. Var kannski ritstjón mbl að koma til landsins og blöskraði verðmunurinn á sterku víni? Mér blöskrar hann líka. En af hverju að skoða bara lítið brot af þessu? Koma með fleiri dæmi. EÐa hentar það ekki?
mbl.is Gífurlegur munur á verðinu hjá Fríhöfninni og ÁTVR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Drykkja á t.d. rauðvini og hvítvíni minnkar ekki mikið vegna þess að það er ekki svört sala á því.

Það er borið saman sterkt vín vegna þess að það er vitað að landasala hefur þar mestu áhrifin.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 07:45

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

En ég heyri ekki betur en að það sé hellingur af fólki einmitt í gerð á rauðu og hvítu sulli. Þannig að það telur, þó svo að ekki sé kannski verið að selja það mikið utan hópsins sem stendur í brugginu. Landasalan er náttúrulega í allt annarri deild.

Gísli Foster Hjartarson, 11.6.2011 kl. 08:17

3 identicon

Það er líka mikill hugur í mönnum, t.d. í Fágun að heimabrugga bjór.

Það sem að kommarnir hér átta sig ekki á að neyslumynstri er ekki svo auðveldlega breytt með sköttum ef að við getum framleitt svipað á einfaldan hátt.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 10:02

4 identicon

Enda á mönnum og konum í frjálsu samfélagi að vera frjálst að brugga sitt eigið léttvín og bjór án þess að ríkið sé eitthvað að potast í því.  Þetta er bara matvælaframleiðsla til einkanota og ekkert hættulegt á ferðini.

Persónulega brugga ég minn bjór afþví að það er eina leiðin fyrir mig að fá góðan bjór sem mér líkar við á sómasamlegu verði.  Lífið er of stutt til að eyða því í að drekka Thule og Egils Gull.

Stebbi (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 12:16

5 identicon

Áfengi er reyndar langt frá því að vera bara matvæli. Þó að það sé sett í einhvern fínan menningarbúning þá breytir það því ekki að það er eitt af sterkustu vímuefnum sem til eru.

Ég hef samt ekkert á móti því að fólk bruggi eða að álagningin verði lækkuð en það hjálpar ekki málstaðnum að þykjast eins og það sé eitthvað annað en það er. Þjóðin vill fá aðaldópið sitt á lægri prís og allt í lagi að tala bara hreint út þegar kemur að því.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 13:51

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Eru Íslendingar hættir að nenna neinu? Það er mjög auðvelt að komast að því hvað vörur kosta. ATVR meiga eiga það að þeir eru með mjög góða heimasíðu.

Það er örugglega ekkert samsæri um að verðmismunur á bjór var ekki nefnt í fréttinni. Fréttarmaðurinn bjóst kannski við að fólk mundi kanna það sjálft. Fréttamenn eiga að uppljóstra stór mál, rannsóknarblaðamennska. grafa upp mál sem skipa máli.     

hlutverk fjölmiðla eru ekki að fletta uppá verðlistum fyrir fólk.

En víst þú spyrð þá kostar kyppa af víking 1199kr í fríhöfn

http://www.dutyfree.is/Vorur/Afengi/118-1994/default.aspx

 en 2154kr í vínbúðinni

http://www.vinbudin.is/DesktopDefault.aspx/tabid-54?productID=01484

Sleggjan og Hvellurinn, 11.6.2011 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband