Engan veginn nógu góðir

Einfalt fannst mér þetta. Við erum einfaldlega skör neðar en þetta lið frá Sviss. Auðvitað er erfitt að lenda undir eftir innan við eina mínútu en við getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt. Við meira að segja byrjuðum með boltann. Maður gerði sér nú ekki miklar vonir fyrir þetta mót, var í raun bara vel sáttur að liðið skyldi komast í úrslitakeppnina því það er árangur útaf fyrir sig. Maður hélt kannski eftir leikinn gegn Hvít-Rússum að menn kæmu dýrvitlausir til leiks. - Hef nefnilega þá trú að innst inni hafa strákarnir talið sig vera betri en Hvít-Rússa og að það hafi að vissu leyti orðið þeim að falli. EN í dag hefði andinn átt að vera allt annar. 110% hugarfar frá 1. mínútu en því miður var það ekki svo. EN við eigum leik við Dani á laugardaginn, er það ekki þá, og við komum í fluggírnum í þann leik og fáum allavega stig. Aron kemur aftur inn, við getum hvílt Bjarna Þór og Hólmar Örn t.d.. Hleypt Þórarni Inga og Almarri inná og komið þannig blóðinu á hreyfingu í liðinu!!!! 


mbl.is Sömu úrslit gegn Sviss á EM í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Sæll...Þetta var bara pínlegt og manni leið bara illa að horfa á liðið í dag,því miður.
Trúi ekki öðru en að Jolli skipti einhverjum inn fyrir Danaleikinn...gæti þess vegna skipt öllu liðinu út,...hefði líka mátt nota síðustu skiptinguna,hefði ekki versnað..
Vonarstjarna Ísl..hann Gylfi og fl..bara daprir,æææ.
Jú ég vil fá lika Þórarinn inn,Andrés,Almar,Skúla Jón...Jóhann Berg og Aron Einar hljóta að fara inn.......Eggert í sína stöðu:)
Þó að undirbúningurinn hafi verið eins og hann var,þá eiga þeir að gera betur og vita..
Reyndar var enginn undirbúningur,ca:):)
Það má bara ekki reikna nánast pottþétt með sigri á móti neinni þjóð,og svo allt í baklás ef mistekst...
Þýðir ekkert að tala um rangann lit á spjaldi sem og rangstöðumarki...
Þeim sjálfum að kenna að nýta ekki dauðafærin sín á móti HvítRússum:)

Ef ég er of harðorður þá biðst ég afsökunar... sem og langri færslu...

Halldór Jóhannsson, 15.6.2011 kl. 00:14

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Allt innan leyfilegra marka Halldór. Við erum bara skrefi á eftir þessum þjóðum það sem af er. Getur verið að við kunnum ekki að fara í svona mót? You write your own luck var einhvern tíma sagt. Held að það eigi við í þessari úrslitakeppni hingað til  en það á líka við um riðlakeppnina og við komumst upp úr henni og í úrslit. Með vinnusemi og leikgleði. Kannski ekki besta liðið en við nýttum okkur okkar styrk.

Gísli Foster Hjartarson, 15.6.2011 kl. 07:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.