Nútímalegar og til fyrirmyndar!

Ég et alveg tekið undir með honum að þetta eru nútímalegar aðferðir við að breyta stjórnarskránni. 3612 er mjög ánægður með þessa vinnu sem þarna fer fram. Hef reynt að fylgjast vel með sem fyrrum frambjóðandi og ég er enn þeirrar skoðunar að mörgum bölsýnismanninum eigi eftir að bregða þegar heildarniðurstöður stjórnlagaráðs liggja fyrir.  

En hvað gerðu menn ekki til þess að stöðva þetta ferli hér á landi? Hér var fólk sem í framboði var dregið í alls kyns dilka og orðspor þess siglt í kaf, jafnvel af fólki sem lítið sem ekkert þekki til viðkomandi aðila. Sumir sem buðu sig fram voru kallaðir landráðamenn og ég veit ekki hvað. Menn drógu hér á hendur sér pólitíska hanska og fóru um listann eins og verið væri að smala til alþingiskosninga. Sumir sem buðu sig fram og skoruðu svo ekki hátt í kosningunni eru en að gera aðsúg að stjórnlagaráði. Mikið af fólki var ekki svo ánægt með þetta ferli hér á landi? Var ekki mikið af grunninum hér á landi í sama afturhaldsgírnum og mikið af því fólki sem Zakaria er að tala til?

Auðvitað var umdeilt að fara þessa leið sem farin var til að koma þessu á koppinn en ég hef þá trú að það fólk sem þar starfar, og skoraði best í kosningunum muni skila góðu starfi og hana nú.


mbl.is Zakaria lofar aðferðir Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Var ekki mikið af grunninum hér á landi í sama afturhaldsgírnum og mikið af því fólki sem Zakaria er að tala til?

An mínu mati nei, það sem menn eru hvað mest að setja út á stjórnlagaráðið er að því var komið í gegn framhjá lögum (Var dæmt ólöglegt hversu illa sem það kann að hljóma hjá fólki þá er það staðreynd) og að það skiptir engu máli hvað menn finna út þarna því þetta er einungis ráðgefandi fyrir stjórnvöld (ekkert meira en Nefnd).

Það sem fór í pirrurnar á mér var þessi kosninga aðferð, hún var vægast sagt skrítin, beinlínis fráhrindandi, afhverju var ekki bara val um að kjósa einn þar sem sæti 2-25 skiptu engu máli í raun, þetta var eingöngu til að rugla fólk í ríminu.

Síðan eru þeir sem vilja meina að þetta sé bara sett fram fyrir samfylkinguna til að nota í pólitískum tilgangi... og eftir að hafa séð hvað er nú þegar komið fram hjá þeim þá kæmi það mér ekki á óvart þó svo sé.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 20.6.2011 kl. 18:23

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já Halldór. það var réttmæt óánægja að menn skyldu "hundsa" ógildingu kosningarinnar. Það í raun eina góða, ef maður má orða það svo, var að þeri sem skoruðu best í kosningunni var boðið að taka þátt í verkefninu. - Í mínum huga voru það sigurvegararnir hvort eð er.

EN ég er ósammála þér með kosningaaðferðina - fannst hún góð. Lagði mig kannskimeira yfir hana en ella fyrst ég bauð mig fram. Fannst þetta sniðugt fyrirkomulag og væri alveg til í að sjá það notað.

Veit eiginlega ekki hvað ég á að segja um skrif þín þarna í lokin.

Það sem mér finnst skipta mestu máli er að menn nái heildstæðri niðurstöðu og sú niðurstaða verði lögð fyrir þjóðina án þess að í hana verði krukkað áður.

Gísli Foster Hjartarson, 20.6.2011 kl. 19:53

3 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Fannst þetta sniðugt fyrirkomulag og væri alveg til í að sjá það notað.

Úff, fyrir mínar sakir þá vona ég ekki, það þyrfti að vera mér ansi kært mál til að fá mig til að standa í svona kosningum aftur og því miður þá held ég að ég sé ekki einn um þessa hugsun.

Það sem mér finnst skipta mestu máli er að menn nái heildstæðri niðurstöðu og sú niðurstaða verði lögð fyrir þjóðina án þess að í hana verði krukkað áður.

Ég vona að breytingarnar komi ekki í of stórum pökkum, því að þá þarf maður að samþykkja það slæma með því góða, en það skiptir einnig engu máli hvort það er lagt fyrir þjóðina eða ekki þar sem þingið kemur til með að ráða á endanum bæði hvað er sett fram í þjóðaratkvæði (ef eitthvað) og hvað yrði á endanum samþykkt eða ekki, þetta fyrirkomulag gefur manni mjög takmarkaða trú á þessu í heild sinni, því þetta er í raun lítið annað en tálsýn á að þjóðin fái einhverju að ráða með stjórnlagabreytingar (sem gefur það að skrifin hjá mér í lokin eru ekki svo langsótt ef út í það er hugsað).. eða hvað!

Síðan er það spurningin, er virkilega svona mikil þörf á breytingum á stjórnarskránni? að mínu mati þá er t.d. þetta fyrirkomulag að það þurfi 2 þing til að koma í gegn breytingum, mætti kannski bæta við það 2 þing og þjóðin og hugsanlega hærri meirihluta en 50% til að passa upp á meiri sátt um breytingar (minni líkur á að ríkisstjórn komi inn breytingum í pólitískum tilgangi, þetta er ekki sett bara fram vegna skrifa minna í lokin seinast heldur vegna þess að ég tel þetta mjög mikilvægt þegar kemur að breytingum stjórnarskrárinnar 8).

Halldór Björgvin Jóhannsson, 20.6.2011 kl. 20:22

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Get alveg tekið undir þetta með breytingarnar það verður að vera þannig að menn geti ekki verið að leika sér með stjórnarskrána. - megum við líka ekki vera orðin ansi döpur sem þjóð ef menn fara bara að standa að breytingum þar eftir vindáttum þannig séð. Manni dettur svo sem í hug hvort kjósa ætti um sérstaklega um kaflana. Þeir kaflar sem fá þá afleita útkomu er þá eitthvað sem að menn skoða betur því ég hugsa að við séum sammála að marg er þarna sem flestir eru sammála um í grunninn. Ég er reyndar alveg sammála þér að það þarf ekki að stokka allt upp og gjörbreyta og er ekki viss um að það verði endanleg niðurstaða.

En skil mikið vel að fólk hafi vel skiptar skoðanir varðandi þetta kosninga fyrirkomulag.

Gísli Foster Hjartarson, 20.6.2011 kl. 20:42

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Áður fyrr leit Sjálfstæðisflokkurinn það vera einkamál hans að sjá um endurskoðun stjórnarskrár.

Núverandi ríkisstjórn vildi koma þessu mikilvæga starfi úr gamaldags pólitískum hjólförum með því að velja sérstakt Stjórnlagaþing sem Hæstiréttur Sjálfstæðisflokksins taldi vera með öllu ólögleg aðferð. Þeir um það, völd Sjálfstæðisflokksins fara þverrandi enda skynja þeir ekki breytta tíma.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 20.6.2011 kl. 22:38

6 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Áður fyrr leit Sjálfstæðisflokkurinn það vera einkamál hans að sjá um endurskoðun stjórnarskrár.

Ekki er það góð afsökun fyrir núverandi stjórnvöld til að gera það sama er það? fyrst að hinir gerðu það þá má ég það líka!!

megum við líka ekki vera orðin ansi döpur sem þjóð ef menn fara bara að standa að breytingum þar eftir vindáttum þannig séð

Mikið rétt, það væri ansi sorglegt.

Það sem ég er hræddastur við er einmitt það sem Guðjón kemur að vísu inn á, að ríkisstjórn sem er með meirihluta (jafnvel veikann) geti ekki verið að breyta stjórnarskránni og troða í gegn breytingum eins og hún(stjórnarskráin) sé ekkert meira en eitthvert frumvarp sem þarf að troða í gegn áður en nokkur maður nær að lesa það og hugsanlega út á setja.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 20.6.2011 kl. 23:14

7 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Þar kemur væntanlega inn sá varnagli sem hlýtur að verða í stjórnarskránni að það þurfi að samþykkjast tvisvar á þingi og fara fyrir þjóðina til samþykkis líka. Rétt eins og mér skilst að þetta sé með samkomulag um ESB. Með þessu ætti að vera hægt að stilla þetta af. Það virðist ganga í öðrum löndum og gengur því vonandi hér líka. Dæmi kannski lögin sem ítalska þjóðin feldi um daginn frá Berlusconi. - hvort það er alveg sambærilegt veit ég ekki, en allavega steig þar þjóðin á einhverjar svona hagræðingartilraunir Silvio

Gísli Foster Hjartarson, 21.6.2011 kl. 07:15

8 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Þar kemur væntanlega inn sá varnagli sem hlýtur að verða í stjórnarskránni að það þurfi að samþykkjast tvisvar á þingi og fara fyrir þjóðina til samþykkis líka.

Mér hefur sýnst almenn hugsun hjá stjórnlagaráðinu að þar vilja menn auðvelda breytingar á stjórnarskrá í framtíðinni (ég vona að ég hafi rangt fyrir mér), ef svo er þá efast ég um að það verði bætt við þessum varnagla sem er aðkoma þjóðarinnar að breytingum.

En hver veit, kannski reddast þetta allt saman 8)

Halldór Björgvin Jóhannsson, 21.6.2011 kl. 09:57

9 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Halldór: Það er mikill munur á hvort stjórnmálaflokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn vilji að frumkvæði að endurskoðun stjórnarskrár eigi að fara fram innan flokksins annars vegar. Hins vegar valdi Vinstri stjórnin þá leið að fela Stjórnlagaþingi sem væri kosið þetta verkefni. Hæstiréttur ógilti kosninguna sem kunnugt er en ríkisstjórnin skipaði þá sem fengu kosningu í Stjórnlagaráð.

Sjónarmið þín eru því mjög villandi enda fer fjarri að allir sem eru í Stjórnlagaráði séu fylgismenn ríkisstjórnarinnar.

Þessi aðferð er mjög lýðræðisleg og gengur þvert á foræðishyggju Sjálfstæðisflokksins sem lengi vildi líta á sem flest sem mestu varðar sem einkamál flokksins. Vonandi átta sem flestir sig á þessari stefnubreytingu en eru ekki pikkfastir í gamallri hugmyndafræði sem ætti að gleymast sem fyrst: þar er litið svo á að helst eigi einn foringi átti að ráða öllu, einn vilji, einn flokkur, ein þjóð....

Sú hugmyndafræði ætti að vera fyrir löngu vera komin á öskuhauga sögunnar, - líka á Íslandi!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 21.6.2011 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband