kynþáttafordómar?

Þarna held ég að Guðjóni hafi tekist nákvæmlega ætlunarverk sitt, þ.e.a.s. að vekja menn af værum blundi - stugga aðeins við þeim. Í kjölfarið mun leikmaður hans fá örlítið betri meðferð, en hann sjálfur fá að heyra það frá KSÍ, eins og honum sé ekki nokk sama um það! Reyndar er athyglisvert að allir sem ég hef heyrt í og sá umrætt atvik, sem Guðjón gagnrýndi, hvort heldur var í sjónvarpi eða á vellinum undruðust ákveörðun dómar leiksins að spjalda.  ....en svona er fótboltinn.

Nú er ég ekki með Stöð2 sport en það hefur verið haft samband við mig, af fleirum en einum þar sem menn hafa sakað 3 "íþróttafréttamenn" á stöðinni um að hafa verið með kynþáttafordóma í garð markmanns ÍBV, Abel. Hef ekki heyrt þetta sjálfur en þar sem um nokkra aðila var að ræða sé ég ekki ástæðu til að rengja þetta, en finnst rétt að fólk hafi augu og eyru opin fyrir þessu. Ekki bara í tengslum við íþróttir heldur bara í samfélaginu almennt.


mbl.is Þórir kærir Guðjón til aganefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband