Aumkunarvert yfirklór

Algörlega er þetta amkunarvert yfirklór. Hver sendi þessi fréttatilkynningu? Hún er ekki undirrituð af einum né neinum innan bankans. Það getur hver sem er komið yfir að gera svona bréfsefni og sendi frá sér. Sendi Guðmundur Kristjánsson þetta? Eða bara einhver vinur hans í bankanum? Algjörlega stórkostlegt að segja að frétt RÚV sé full af hinum eða þessum rangfærslum og ályktunum og hlaupa svo á bak við næsta stein og segjast ekki mega segja neitt.

Það er náttúrulega ótækt að verið sé að afskrifa milljarða hjá þessum spjátrungum og svo halda þeir eftir verðmætustu bitunum. Hverslags lið stjórnar bankanum? Hverra hagsmuna er það að gæta? Er þetta ekki ríkisbanki? Bankinn okkar? Er hann kannski bara sumra? Hvað hefði bankinn geta fengið mikið upp í afskriftirnar með sölu þessara bréfa. Eða annarra sem hlýft hefur verið??

Það er náttúrulega fyrir neðan allar hellur að bankinn skuli hafa selt Guðmundi Kristjánssyni og co. bréf sem hann átti. Án þess að bjóða hanná opnum markaði og reyna að hámarka þannig virði hlutarins. Gaman væri nú að vita á hvaða verði þessi hlutur fór. Bankinn hlýtur að mega greina frá því.

Skondið að hér á landi  er allt við sama heygarðshornið og stendur ekki til að breyta neinu. Svona aumkunarvert yfirklór um alvarlegar athugasemdir, og það án nánari skýringa frá Landsbankanum eru gott dæmi um það.

RÚV liðar sem og aðrir fjölmiðlar hljóta að krefjast nánari skýringa frá Landsbankanum. Bankinn getur ekki kvatt málið svona.


mbl.is „Alvarlegar athugasemdir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Kvóta-veð-rúllettan er að ganga upp hjá þessum fyrirtækjum. Aldrei stóð til að greiða þessa 20 plús milljarða. Og síðan er kvótakerfinu flaggað sem svo arðbæru fyrir þjóðina!

Þetta er kvótakerfi innstu klíku LÍÚ í hnotskurn. það er verið með "hjálp" bankans að stela peningum frá þjóðinni. Af hverju var kvótinn sem var settur sem veð fyrir þessum skuldum ekki gerður upptækur???

Hvar er hagræðingin og "nýju eigendurnir" sem eru "búnir að kaupa" sinn kvóta með svo miklum harmkvælum. Þetta er ekkert annað en skipulögð starfsemi sem hefur NAFN! 

Ólafur Örn Jónsson, 2.7.2011 kl. 08:13

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ísland gamla ísland, ástkær fósturmold..

Óskar Þorkelsson, 2.7.2011 kl. 09:05

3 Smámynd: Jón Óskarsson

Sammála því að þetta er ekki vönduð yfirlýsing.  Engin undirskrift en það er reyndar siður fjármálafyrirtækja að undirrita helst ekki nein bréf og tilkynningar sem fara frá þeim, sem oft hefur vakið furðu mína.   Bréfsefnið er óvandað, ekki firmaheitið, heimili, sími né annað, þannig að þetta gæti hæglega verið útbúið af hverjum sem er.  Ekki flókið mál að klippa þetta lógó inn á hvaða ritvinnslukerfi sem er.   Ábyrg fyrirtæki sem vilja láta taka mark á sér þurfa að vanda vinnubrögð betur.

Jón Óskarsson, 2.7.2011 kl. 10:36

4 identicon

Þessa yfirlýsingu hefur Kristján Kristjánsson sent, fyrrum Kastljósmaður og núverandi upplýsingafulltrúi Landsbankans. Þá er búið að upplýsa það.

David. (IP-tala skráð) 2.7.2011 kl. 13:09

5 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þegar Bankasýsludæmið var sett upp, þá var sett á laggirnar, nefnd eða starfshópur er fara átti yfir viðskipti sem þessi og gera athugasemdir, ef eitthvað væri öðruvísi en eðlilegt getur talist.  Yfir þá nefnd var settur Þórólfur Matthíasson, hagfræðingur með meiru. 

 Hins vegar virðist ríkja meiri leynd yfir störfum nefndarinnar, en bankana...............

Kristinn Karl Brynjarsson, 2.7.2011 kl. 13:10

6 identicon

og hann er með netfangið pr@landsbankinn.is. Skjótum á hann línu til að spyrja hann nánar út í málið. Látum hann fá nóg að gera við að sinna okkur.

David. (IP-tala skráð) 2.7.2011 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband