Oft er fjör í Eyjum......

.......en kannski ekki alltaf það fjör sem að maður vill heyra af.

Þrátt fyrir þessar "hrakfarir" var náttúrulega líka fullt af hlutum í gangi sem fóru vel og glöddu, augu og eyru, hug og hjörtu - gleymum ekki þeim hlutum. það eru þeir sem munu lifa í minningunni, en ekki sá sem brá sér út á lífið og þurfti að taka með sér hafnaboltakylfu, já eða hníf.  ....er ég kannski að misskilja þetta eitthvað eru svona verkfæri kannski að verða staðalbúnaður fyrir ferðir á skemmtistaði!!!!!


mbl.is Ráðist tvisvar á sama manninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

Sæll Gísli - þetta er alveg rétt hjá þér, það mætti bera meira á góðu fréttunum en því miður virðast fréttamenn vera þeirrar skoðunar að þær "selji ekki" eins vel og þær vondu.........

Ég velti því oft fyrir mér hvort íslenska þjóðarsálin, sem er annáluð fyrir bjartsýni og jákvæðni er eitthvað að breytast - það virðist vera svo mikil aukning neikvæðrar umræðu og slæmu orðavali bæði í fréttum og á blogginu.........

En nóg um slæma hluti - ég man eftir því að útvarpsmenn auglýstu eftir tillögum um jákvæðasta ökumanninn á vegum landsins - ég væri alveg til í að þetta væri endurvakið og jafnvel uppfært og þá væri hægt að hringja inn tillögur um jákvæða og tillitssama einstaklinga og koma því í umræðuna......

Eyþór Örn Óskarsson, 4.7.2011 kl. 16:49

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já hvað með það að velja jákvæðasta ökumanninn? Fannst nú reyndar R.víkurborg gera skemmtilega jákvæaðn hlut um daginn með Reykvíkingi ársins og að leyfa honum renna fyrir lax í Elliðaánum. Hlutur sem er jákvæður og fékk fólk til að hugsa aðeins öðruvísi um stundarsakir.  Það má gera miklu meira af því að koma með svona jákvæða hluti út í umhverfið.

Gísli Foster Hjartarson, 4.7.2011 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.