6.7.2011 | 13:05
Heyr heyr sko Eimskip
Múgæsingin í kringum þessar ferjusiglingar er orðinn óþolandi. Gjörsamlega genginn út yfir allan þjófabálk. Ágætt dæmi var um daginn þegar það kom upp bilun í vél. Eitthvað sem vel getur gerst. EN það var eins og við manninn mælt Facebook nötraði, bæjarlífið fór næstum því á hliðina og fjöldi manns þurfti að taka bæði róandi og svefnlyf til þess að festa blund þá um kvöldið, þrátt fyrir að þetta fólk hafi ekkert ætlað sér að fara með skipinu þennan dag. Þetta er komið út í algjört rugl. Það er á stundum eins og fólk geti ekki opnað nestisboxið sitt án þess að hrauna yfir Eimskip og Herjólf, sérstaklega þó starfsfólkið sem þar vinnur.
Það hlýtur að vera hagur allra að öryggið sé sett á oddinn - ekki satt. Ég hef enga trú, miðað við mín kynni af áhafnarmeðlimum, eða öðrum er þessu tengjast, að þeir vilji bara sigla i Þorlákshöfn, eða þaðan af lengra. Í hvert skipti sem að maður nær að króa þetta lið af þá er þetta fólk að vonast til þess sama og við hin að fært sé í Landeyjahöfn sem flesta daga ársins.
Höfnin er bara ekki alveg klár og hugsið ykkur hver staðan væri ef að það hefði verið farið í að fá þann Herjólf sem á teikniborðinu var og hann hefði verið kominn hingað þegar Landeyjahöfn opnaði!!!!!
Hvet fólk til að skoða ferðaáætlunin hér á myndinni - þetta er fyrir nokkrum árum síðan. Kannski áttum við bara að halda okkur við þetta þetta dugaði þá og íbúafjöldinn var svipaður
Herjólfur - Þjóðbraut milli lands og Eyja
Skipstjórar Herjólfs fái vinnufrið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fyllilega sammála, veit að allt verður vitlaust ef maður segir þetta. En múgæsingurinn í fólki gagnvart þessu máli er með ólíkindum. Hver vill t.d. fljúga ef flugstjóri vill það ekki en farþegar heimta það. Þetta er ótrúlegt á að hlust og lesa um. Við búum við vissar aðstæður og verðum að haga ferðum okkar eftir þeim. Hversu oft heyrum við ekki að hinn og þessi vegakafli hringvegarins sé lokaður vegna veðurs, eigum við þá að rjúka af stað eins og hálfvitar.
Hef fullt traust til skipstjóra Herjólfs og veit að þeir eru að hugsa um öryggi farþega ( sem er þeirra fyrsta skylda ) þegar ferðir eru felldar niður eða siglt til Þorlákshafnar.
Kjartan (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 13:19
Ótrúlegt fannst mér líka stundum að heyra í Eyjafólki í borginni sem í vetur var farið að veigra sér við að koma heim, af því að ekki var siglt í Landeyjahöfn. Landaeyjahöfn var þá búin að vera opin með hléum í nokkra mánuði. Bara við það eitt var það orðið ógnvænlegt að sigla þessa þrjá tíma til/frá Þorlákshöfn. eitthvað sem margir voru búnir að gera í tugi skipta á ári hverju fram að því.
Pálmi Harðar (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 13:26
Sæll Gísli. Og hafðu þökk fyrir þennan pistil. Það vill svo til að ég leysti af sem skipstjóri hjá Ríkisskip í nokkur ár. Þar voru nokkrar erfiðar hafinr. T.d Bolungavík Raufarhöfn Vopnafjörður sem dæmi. Alltaf var það svo að maður hafði samband við umboðsmanninn stundum sagði hann bara hreint út það er ófært og þá sigdi maður beint framhjá. En stundum var vafi þá skoðaði maður dæmið og ef manni leist ekki á.Og ef hætt var við var þá alltaf í samráði við umboðsmanninn. Og með fullu samþyki hans. En svo byrjuðu hringingarnar. Það væri trillubáta blíða og manni borið hugleysi á brýn og margt í þeim dúr. Ekki voru þetta farþega skip svo kvarðinn var hærri hvað matið snerti. Einn danskur vinur minn sagði mér einusinni frá að ferja sem hann var á fékk á sig hættulausan sjó sem kastaði skipinu til. Þeir voru með einhver hundruð farþega sem flestir trylltust úr hræðslu. Þetta sagði hann me´r að hafi verið það versta sem sig henti á sjó. Að róa fólkið niður. Já Herjólfsmenn þurfa í mörg horn að líta. Sértu ávallt kært kvaddur
Ólafur Ragnarsson, 6.7.2011 kl. 13:49
Pálmi þetta er bara eins og í fótboltanum. Ég held að væri búið að leggja hann niður ef það væri spilað á möl nánast allt árið í yngri flokkunum. Nú er bara hús og gervigras og alvörugras eða tölvan. Það eru bara nýjir tímar og nýjar kröfur. Það sem hefur líka breyst í samgöngum er að þú keyrir ekki lengur á Bakkaflugvöll til að "skjótast yfir". Það var undantekning ef maður sigldi yfir. það var hægt áður en Landeyjahöfn kom en dó auðvitað drottni sínum. Afturförin er því Þorlákshöfn eða dýrt Reykjavíkurflug í stað þess sama PLÚS Bakkaflugs.
Jón Óskar (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 15:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.