Er Björn kjáni?

Ég sem hélt að félagi Björn væri eldri en tvæ vetra í þessu jarðlífi. Oft hefur hann talað þannig en ekki nú. Hélt að hann væri nú skynsamari og skarpari en þarna kemur fram. Hélt að Björn hefði fyrir löngu verið búinn að gera sér grein fyrir því að hann fær meira af viti upp úr Stefáni Hauki heldur en Jóhönnu blessaðri og að mun meira mark er einnig tekið á Stefáni Hauki heldur en forsætisráðherra þó sumir vilja meina að hún hafi meiri völd á ýmsum sviðum.
mbl.is Spyr hvort Merkel viti meira en Íslendingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, Björn er ekki kjáni, og það veiztu.

Jón Valur Jensson, 12.7.2011 kl. 14:38

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

En það er ósvífni, að fyrst sé byrjað á því að fá sýndar-réttlætingu fyrir "umsókn um aðild" að erlendu stórveldi með því að leggja fram skilgreind markmið í utanríkismálanefnd Alþingis, m.a. um vald okkar yfir fiskimiðunum, en að síðan fari spraðurbassi í ráðherrastól úr til Brussel og segi þar, að við viljum engar sérlausnir né undanþágur frá reglum ESB um sjávarútvegsmál !!

Og Jóhönnu er vitaskuld ekki treystandi í þessum málum fremur en öðrum. En hún var fljót að hlýða kalli yfir-matrónunnar í ESB, Merkel, og gerði það "svikalaust" (!), þótt hún gæti hins vegar virt boð leiðtoga stærstu þjóðar heims að vettugi í sama mánuði. (Sýndar-skýring hennar í Fréttablaðinu í dag heldur ekki vatni og er hvort eð er grunsamlega seint fram komin; það hefur tekið spunameistarann drjúgan tíma að spinna upp þennan lopa og að fá Kínverja til að sætta sig við tilbúninginn; og hvað kostaði það?)

Jón Valur Jensson, 12.7.2011 kl. 14:45

3 identicon

mér sýnist að þessi spurning frá byrni sé meira sett fram í kaldhæðni heldur en hitt.

Þórarinn (IP-tala skráð) 12.7.2011 kl. 14:46

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Tek nú undir með Þórarni - fannst nokkuð létt yfir Birni. En ég hræðist ekki framhaldið ég vil bara klára viðræður við ESB - greiða um það atkvæði og þá er það bara búið. Við förum inn eða verðum úti - okkar er valið. Hef engaráhyggjur af sjálfstæði þessarar þjóðar frekar en annarra Evrópuþjóða. Það er nú ekki eins og við höfum farið neitt sérstaklega vel með öll okkar mál. Þetta mun, og í mínum huga á að, snúast um það hvort menn telji að hér muni hagur hins almenna borgara vænkast eða ekki.

En það vitum við allir held ég, ja allavega ég og Björn, að það að eiga þjóðverja sem bandamenn er eitt það besta sem fyrir oikkur getur komið. Best væri náttúrulega líka ef að við gætum lært svolítið af aga þeirra og festu í ýmsum málum.

Gísli Foster Hjartarson, 12.7.2011 kl. 18:43

5 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Jón Valur, Gerðu fólki greiða og haltu kjafti. Enda eru rakið fífl sem hefur ekkert til málana að leggja nema ótta og hatur.

Gísli: Það er ekkert meira en það sem Björn Bjarnarson óttast en að tapa völdum á Íslandi. Enda er maðurinn leppur sérhagsmunahópa á Íslandi sem vilja ekki tapa þeirri einokunaraðstöðu sem þeir hafa í dag.

Vegna þess að ef þessir hópar tapa þeirri einokun sem þeir hafa í dag. Þá fara þeir rakleitt á hausinn eins og gefur að skilja vegna þess að fyrirtæki sem eru með þessa einokunaraðstöðu á Íslandi eru svo illa rekin að það má engu breyta, annars er allt hrunið hjá þeim.

Jón Frímann Jónsson, 12.7.2011 kl. 22:24

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Mér finnst þetta bara eðlileg spurning hjá Birni. Hvernig getur þjóðhöfðingi í öðru landi komið með svona yfirlýsingar sem eru í engu samhengi við það sem er vitað á Íslandi?

Það er raubverulega bara eitt svar til. Að það sé búið að ákveða að Ísland verði með í ESB og það sé bara formsatriði eftir að venja sauðheimska kjánanna á Íslandi við þá ísköldu staðreynd.

Síðan hvort Björn vilji ekki halda völdu og vinni fyrir sitt fólk? Auðvitað gerir hann það eins og hver einsati kjaftur á þessu landi....

Óskar Arnórsson, 13.7.2011 kl. 06:03

7 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Jón Frímann engin læti - hver og einn má hafa sína skoðun á Þessu máli eins og öðrum og það ber að virða. Jón Valur hefur valið að tala um ESB á sinn hátt. Þú á þinn. Ég virði það og ætlast til að þið gerið það gagnvart hvorum öðrum.

Óskar það er lítið mál að koma með svona yfirlýsingar. þegar menn eru að tala til fjölda sem ekki veit hvað er í gangi, og í raun er sennilega flestum vel sama. Davíð sagði líka á ´sinum tíma að herinn væri ekki að fara hann hefði rætt þau mál ........... kaninn var greinilega  búinn að ákveða annað. Við sitjum upp með atvinnuleysið sem brottför hersins gaf af sér.  Held að við vitum báðir að Merkel hefur ekki sérþekkingu á Íslandi frekar en við Þýskalandi. 

Svo getur líka verið að þó að okkur líki ekki allt sem gengið hefur á hér frá hruni að þá þyki öðrum við hafa náð býsna góðum árangri. Ég er alveg jafn pirraður og næsti maður og var ekki glaður í gær þegar ég sá að í einn eitt skiptið hækkaði verðtryggt 12/13  ára gamalt húsnæðislánið mitt. - sorglegt og það er í raun partur af því sorgarferli sem þjóðin er í.

Það sem hefur pirrað mig mikið er að fólk skuli ekki nýta sér að við erum í aðildarviðræðum, þó margir séu á móti - í kringum mig finnst mér fjölga stöðugt þeim sem vilja klára ferlið og greða svo um það atkvæði, og að viðherjum á úrbætur í þeim málum sem bæta hag heimilisins á Íslandi. Það er mikilvægast og mér finnst þjóðin ekki hafa hugsað þetta út frá sér heldur elt hagsmunahópa sem eru bara að hugsa um sig en ekki heildina.

Gísli Foster Hjartarson, 13.7.2011 kl. 08:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband