19.7.2011 | 19:39
Hvert sendir maður vasaklútana?
Vá hvað er þetta allir íslenskir fjölmiðlar ganga og hafa gengið fram fyrir skjöldu fyrir eigendur sína. Hugsa að meira að segja Sjónvarpsvísirinn minn gæti flokkast þar undir þó ekki séð það nú í miklum mæli. Ísland er ekkert öðruvísi en önnur lönd að þessu leyti, nema jú að hér er þrengslin meiri. Það er að segja tengslin eru nánari á milli manna í allar áttir allir þekkja alla og því verður þetta oft grátleg umræða, rétt eins og umræðan um spillingu í pólitíkinni sem nýtur sín í dag rétt eins og áður.
Bandalag gegn Sjálfstæðisflokknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
... En það hafa ekki allir eigendur fjölmiðla jafn-vondan feril eða málstað eins og eigendur Fréttablaðsins ... Þar að auki er svívirðilegt að blaðið vinni í þágu erlends stórveldis sem vill innbyrða Ísland í veldi sitt. H É R ! máttu líta grein og tilvísun í aðra, þar sem fölsunarviðleitni Fréttablaðsmanna í þágu ESB afhjúpast.
Lifðu heill og vökull.
Jón Valur Jensson, 20.7.2011 kl. 04:57
Óháður fréttamiðill er ekki lengur starfræktur á landinu, ekki einu sinni RUV getur talist óháð þar sem einu vitölin við pólitískussa í dag eru fagnaðarerindi eða drottningarviðtöl þar sem menn og konur fá að komast upp með að sletta fram hvaða lygi sem er án þess að fá við því mótbárur eða gagnspurningar.
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 20.7.2011 kl. 08:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.