21.7.2011 | 21:31
Magnaður Pétur
Pétur er magnaður alveg hreint í viðtali við Þjóðhátíðarblað Vestmannaeyja. Skemmtilegur karakter Pétur og einn sem fær mann alltaf til að hlusta alveg sama hvort maður er sammála honum eða ekki. Því það er eins gagnvart Pétri og öllum öðrum maður er ekki alltaf alveg sammála þeim, sem betur fer.
Spánverjar og Ítalir ekki spurðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvort sem þú ert sammála Pétri um allt eða ekkert, þá vona ég þú sért sammála því að það sé fullkomlega óeðlilegt að tveir frakkar og einn þjóðverji sitji bak við luktar dyr og véli um örlagaríkar ákvarðanir fyrir hin ríkin 15 í myntbandalaginu.
Þeir sem telja Ísland í slíkum sérflokki að búast megi einhverskonar öðruvísi framkomu gagnvart okkur, hljóta að vera blindaðir af þjóðernisofstopa.
Guðmundur Ásgeirsson, 21.7.2011 kl. 22:19
Aumingja Grikkirnir sluppu nú samt við að verða hent úr ESB eða að verða að sleppa elsku evruni.
En hvernig var nú það, var ekki evran svo skotheld að öll ESB ríki eiga að sleppa við gjadþrot/kreppu/innlimum ?
Eða er Samfylkingin og VG bara að ljúga að okkur ?
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 21.7.2011 kl. 22:44
@ Birgir Guðjónsson. " Eða er Samfylkingin og VG bara að ljúga að okkur ? " Hafa samfó og vg gert eitthvað annað svona yfirleitt?
Umrenningur, 21.7.2011 kl. 23:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.