Kjöldraga þetta lið

Ef að það næst í þetta lið þá á að kjöldraga. Meiri djöfuls viðbjóðurinn sem gengur yfir heimsbyggðina, endalaust og alltaf.
mbl.is Hryðjuverkasamtök segjast ábyrg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valdimar Finnbogason

Þetta er ekki staðfest Gísli og þeir eru að segjast bera ábyrgð á sprengjunni en ekki því sem gerðist út í eyju. Hinsvegar sást maðurinn sem skaut ungmennin á svæðinu þar sem sprengjan sprakk fyrr í dag. Það er jafnvel talið að hann sé einn að verki og þessi maður er norðmaður, fæddur hérna og uppalinn.

Ég bý hérna og ég hef verið að fylgjast með fréttum og fréttamannafundum s.l. 9 tímana eða svo og þetta eru þær upplýsingar sem ég hef séð héðan og Stoltenberg var að ljúka fréttamannafundi fyrir .c.a. 5 mínútum. 

Júlíus Valdimar Finnbogason, 22.7.2011 kl. 21:14

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Sæll Júlíus Valdimar- Takk fyrir upplýsngarnar og bestu kveðjur til Noregs. Heyðjuverkasamtök, einn gaur eða hvað þeta er það á að kjöldraga þetta lið og það undir risaolíuskip!!  Veit ég hljóma eins og geðsjúklingur, það hefur ekki verið staðfest en að ég sé það, en þessi mannvonska er alveg ótrúleg og hreinn g klár viðbjóður. Veit að þú áttar þig á því að ég er ekki bara að tala um þessa atburði þó þeir standi okkur næst þessar mínúturnar.

Gísli Foster Hjartarson, 22.7.2011 kl. 21:47

3 Smámynd: Vendetta

Það var arískur Norðmaður sem var ábyrgur fyrir fjöldamorðunum í Utøya. Bezt að kjöldraga alla ljóshærða Norðmenn.

Vendetta, 23.7.2011 kl. 02:12

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hættan liggur í : hægri öfgamönnum, íhaldsmönnum, frímúrurum þjóðernissinum og kristinum.. þegar allt þetta safnast í sama mann er kominn efniviður í morðingja.

Óskar Þorkelsson, 23.7.2011 kl. 03:15

5 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Óskar þessi blanda sem að þú nefnir er hættuleg - vægast sagt.  EN þetta má vera mikið sjúkur einstaklingur sem getur látið svona - mann skortir eiginlegaorð til að geta tjáð sig um þennan hrikalega harmleik.

Gísli Foster Hjartarson, 23.7.2011 kl. 09:59

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Umræðan um þetta hroðalega mál á sumum bloggsíðum um þetta mál hefur að mínum dómi sett svartan blett á bloggheima.

Ómar Ragnarsson, 23.7.2011 kl. 10:27

7 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Bloggheimar eiga það til að missa sig. S'a hjá nokkrum vinum mínum á facebook og víðar að menn tengdu þetta strax yfir í múlima og og aðra og hraunuðu yfir þá að vild. Þeim hefur sennilega brugðið við að heyra að "venjulgur" norðmaður er í haldi. Ég reyni nú að passa mig á að lesa ekki margar bloggsíður Ómar, kíkiá þína og nokkrar aðrar, en margir eiga það til að ganga of langt. Vona að þér finnist ég ekki hafa misst mig þó ég hafi notað stek orð. 

Gísli Foster Hjartarson, 23.7.2011 kl. 11:14

8 Smámynd: Vendetta

Það er komið fram á Sky News, að þessi Anders Brevik hafi ekki bara verið hægriöfgamaður, heldur líka kristinn bókstafstrúarmaður. Hann (og hugsanlegir samverkamenn hans) er ábyrgur fyrir amk. 91 mannslífum, bæði frá sprengjunni í Oslo, frá byssukúlum á eyjunni og vegna drukknunar þeirra sem reyndu að flýja.

Hins vegar er ekki hægt að áfellast neinn nema hann sjálfan, heldur ekki Fremskrittspartiet.

Ef ég fengi að ráða, yrði hann settur í algjöra einangrun í háöryggisfangelsi til dauðadags. Án reynslulausnar, án náðunar, án heimsókna og án nokkurra réttinda sem aðrir fangar hafa.

Vendetta, 23.7.2011 kl. 12:15

9 Smámynd: Vendetta

Breivik var líka frímúrari. Þannig leynireglur gætu verið útungunarhreiður fyrir hvíta, kristna hægriöfgamenn. Þess ber að geta að öll leynisamtök voru umsvifalaust bannaðar á Ítalíu eftir stríðið, og eru enn. Það ætti sennilega að gera alls staðar.

Vendetta, 23.7.2011 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.