Mögnuð knattspyrnuþjóð

Þessi fámenna þjóð á ótrúlega sögu í tuðrusparkinu. 15 suður ameríkutitlar, 2 heimsmeistaratitlar og ef minnið svíkur mig ekki þá hafa þeir allavega tvisvar orðið ólýmpíumeistarar 1924 og 1928 - á þeim tíma er talað um að ÓL hafi verið einskonar óopinbert heimsmeistaramót í tuðrusparki.  Já já auðvitað er sumt af þessu eitthvað sem unnið var til fyrir mörgum árum en akkúrat þannig verður sagan til. þetta gerist ekki allt á einni nóttu. Auðvitað hafa komið döpur skeið hjá þeim, eins og öðrum, en vonandi eru þau ekki að fara að sjást í bráð.

Til hamingju stuðningsmenn Úrugvæa hvar sem þið eruð á jarðskorpunni.

Verður gaman að heyra í þeim núna sem alltaf eru að gera grín af því að ég skuli halda með þeim í öllum mótum.


mbl.is Úrúgvæ sigursælasta lið Suður-Ameríku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Bara frábært hjá þeim og Forlan bara einstakur:)

Til lukku já:)

Halldór Jóhannsson, 24.7.2011 kl. 21:26

2 identicon

Hafa reyndar unnið 3 heimsmeistaratitla

Arnar (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 22:02

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

1930, 1950 og ?

Gísli Foster Hjartarson, 24.7.2011 kl. 22:14

4 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Campeones!!!!

www.youtube.com

Halldór Jóhannsson, 24.7.2011 kl. 22:31

5 Smámynd: Magnús Ágústsson

Ége er ekki mikill tuðru sparks áhugamaður en hef gana af keppnum eins og heimsmeintar og svona keppnum

Ég var staddur í Þýskalandi 2006 eð7 þegar heimsmeistaramótið í fótbolta var haldið þar og sá einmitt leik Úrúgvæ og einhers liðs sem var miklu hærra skrifað á pappírum en þvílík skemmtun og síða þá hefur Úrúgvæ verið í uppáhaldi hjá mér og Forlan er snillingur 

sjá hérna

http://www.youtube.com/watch?v=fzNB5LVEq9s

þvílíkur snillingur 

Magnús Ágústsson, 24.7.2011 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband