27.7.2011 | 21:31
ÍBV lundinn reyttur!!!
Það fækkar fjöðrunum á ÍBV lundanum þetta sumarið. Kvennaliðið búið að missa af þeim titlum er þær áttu möguleika á. Nú er það karlaliðið. Bikardraumurinn úti. Við vissum að Þórsarar eru sprækir heima fyrir og leggja sig alla fram í hvern leik frá fyrsta flauti til þess siðasta. Menn voru betri en eftir helgi man enginn eftir því, því það eru jú mörkin sem telja. 20 skot á mark og ekkert inn. Það er ekki gott afspurnar. Nú verða menn bara að einbeita sér að deildinni. Jújú vístu Eru KR-ingar sterkastir um þessar mundir en það má lítið útaf bregða hjá þeim til þess að hægt sé að hlaupa þá uppi og fara fram úr þeim. Það er ég hræddur um að menn fái að heyra minnst á þennan leik í Dalnum um helgina - þó ekkert breyti úrslitunum héðan í frá. 2 töp fyrir norðan í sumar staðreynd - kannski voru það mistök að fagna því að fá norðanmenn í Pepsi-deildina. Nei það var það nú ekki, gaman að það sé líf í boltanumnorðan heiða.
Nú er bara að slappa af í kvöld og fram að hádegi á morgun og þá hefst undirbúningur fyrir leikinn gegn Fylki, ef ég man rétt, næsta miðvikudag.
En til hamingju Þórsarar .......nú er bara að vona að við fáum nýtt skráð nafn á Bikarinn.
Þórsarar í bikarúrslit í fyrsta sinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Búið tímabilið hjá báðum liðum...nú er eins gott að missa sig ekki niður í fallbaráttu,heheh..
Óska Þórsurum til hamingju með það sem komið er...
Halldór Jóhannsson, 27.7.2011 kl. 23:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.