28.7.2011 | 08:22
Algjörlega ósakhæfur
Allt þetta umfang á verkinu og skipulagning. Hegðun Breivik í gegnum allt ferlið og að því er virðist eftir handtöku segir okkur að maðurinn er algjörlega ósakhæfur!!!!! Trúi því bara ekki að lögfræðingur hans né aðrir geti nokkurn tima fengið það út.
Reyndi að semja við lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- vkb
- hector
- svenko
- rocco22
- nautabaninn
- austri
- gislisig
- skari
- kristinn-karl
- eyjapeyji
- maggibraga
- kjartanvido
- gretaro
- nafar
- bgunnars
- don
- hallarut
- smarijokull
- helgigunnars
- nesirokk
- baldis
- ews
- bjarnihardar
- vga
- nkosi
- sjonsson
- valurstef
- sveinni
- einarben
- kuriguri
- sigthora
- sokrates
- perlan
- swaage
- kristleifur
- gebbo
- eyja-vala
- iceman
- skari60
- frisk
- einarlee
- peturorri
- hemmi
- gudni-is
- bjarnifreyr
- betareynis
- saethorhelgi
- malacai
- nutima
- ornsh
- gotusmidjan
- lucas
- nbablogg
- sigurduringi
- gumson
- gattin
- savar
- blindur
- hordurhalldorsson
- reynir
- topplistinn
- johannesthor
- ansigu
- minos
- tbs
- hafthorb
- frekna
- tannibowie
- svei
- gp
- bookiceland
- solvi70
- ragnaro
- seinars
- skagstrendingur
- sonurhafsins
- elinerna
- ahi
Athugasemdir
Hann vissi nákvæmlega hvað hann ætlaði að gera og framkvæmdi það.
Það fær mig enginn til að trúa því að geðveikur maður getur undirbúið svona árum saman án þess að vekja hinar minnstu grunsemdir.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.7.2011 kl. 09:19
Gísli,
maðurinn er ekki geðveikur, hann er sakhæfur og vonandi verður hann tekinn af lífi. Þetta er HÆGRI öfgamaður með innilegt hatur á jafnaðarmönnum og hann vissi nákvæmlega hvað hann var var að gera. Að koma óorði á geðveikt fólk með því að segja að hann sé geðveikur er ekki fallegt.
Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 28.7.2011 kl. 09:31
Mér finnst það ekki augljóst að hann sé ósakhæfur.
Þessi árás var þaulskipulögð með margra mánaða fyrirvara og hann hefur látið frá sér viðamikil skrif þar sem hann útlistar pælingar sínar. Finnst mér þetta allt benda til þess að maðurinn hafi verið fullkomlega meðvitaður um hvað hann var að gera.
Við getum ekki einfaldlega stimplað fólk geðsjúkt sem framkvæmir svona voðaverk. Mannkynssagan er full af dæmum um venjulegt fólk sem uppfullt reiði og hatri framkvæmir hræðileg voðaverk.
Ingvi Gautsson (IP-tala skráð) 28.7.2011 kl. 09:46
Það er alger fjarstæða að maðurinn sé geðveikur, hann er geggjaður en ekki geðveikur.
DoctorE (IP-tala skráð) 28.7.2011 kl. 10:02
Var morðið í Hafnarfirði ekki lengi í bígerð? Hann var dæmdur ósakhæfur.
http://www.pressan.is/Vidskipti/Lesavidskiptafrettir/manndrap-i-hafnarfirdi-domari-hefur-urskurdad-um-opid-thinghald---fjolmenni-i-rettarsal
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.7.2011 kl. 10:20
Það er mikill misskilningur að menn geti ekki verið ósakhæfir vegna geðsjúkdóms þó sumir þættir skipulags og rökhugsunar séu í lagi. Menn geta t.d. talið sér trú um að guð hafi skipað þeim það sem þeir gera og haft alvarleg raunveruleikabrengl. Með þessu er ég þó alls ekki að segja að norðmaðurinn sé geðveikur. Finnst skynsamlegt það sem Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur segir um hann.
Sigurður Þór Guðjónsson, 28.7.2011 kl. 11:36
Alvarlega veikur einstaklingur er ekki fær um að skipuleggja slíkan verknaði jafn nákvæmlega og framkvæma hann jafn yfirvegað og raunin var.
Ég er ekki einu sinni viss um að flestir heilbrigðir einstaklingir hafi skipulagshæfileika og þrautseigju til að undirbúa svona lagað upp á eigin spýtur.
Stundarbrjálæði varir ekki svo mánuðum skiptir, svo varla er það skýring.
Ómannlegt, já. En sjúkdómur, nei, þetta er eitthvað allt annað.
Guðmundur Ásgeirsson, 28.7.2011 kl. 13:39
Ef eitthvað er ljóst, er það þá það, að maðurinn vissi nákvæmlega hvað hann var að gera. Þetta var ekkert skyndibull, heldur algerlega þéttsaumað fjöldamorð.
Hann skipulagði lengi, framkvæmdi svo, og er svo enn að sprella svolítið
Auðvitað er hann sakhæfur.
Það væri best að hengja'nn.
Jón Logi (IP-tala skráð) 28.7.2011 kl. 14:24
Thú ættir ad skammast thín.
Kris (IP-tala skráð) 28.7.2011 kl. 15:27
Heyrðu Kris ... þú ert að misskilja færsluna.
Og heyrðu doctore ... ertu þá að sama skapi tilbúinn að viðurkenna að "spámiðillinn" sem þú kallaðir geðveika í fúlustu alvöru hér um árið hafi ekki verið geðveik?
Óli minn, 28.7.2011 kl. 17:36
Varla telst þessi Breivik heilbrigður, eftir allt sem hann er búinn að gera, bara vegna þess að hann gat skipulagt í marga mánuði þennan hrylling?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.7.2011 kl. 19:59
Ólíkt alltof mörgum Íslendingum er mér alveg sama um þetta. Þetta snertir okkar þjóð ekki neitt.
Bárður (IP-tala skráð) 28.7.2011 kl. 20:28
Ég held að Gísli Guðjónsson sé alveg með þetta.
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/07/28/telur_breivik_ekki_vera_gedveikan/
jonas (IP-tala skráð) 28.7.2011 kl. 20:42
Helgi.
hvaða máli skiptir hvort hann var hægri eða vinstri ??
þú gast alveg eins sagt að hann hafi verið LJÓSHÆRÐUR öfgamaður.
Stebbi (IP-tala skráð) 28.7.2011 kl. 22:11
Bárður - þetta er þægileg nálgun, alls ekki vitlaus. En ég veit ekki það er eitthvað við þetta sem að stingur mann. Kannski er það nálægðin ,,,,,en það fjarar örugglega fljótt út - þó þessi gjörningur sé hreinn og klár viðbjóður.
Takk fyrir þennan link Jónas - hann fór nefnilega framhjá mér. Hef oft haft gaman af því að hlusta á og lesa eftir nafna minn.
Stebbi Vá hvað ég er sammála þér. Hvaða máli skiptir hvort hann er hægri eða vinstri. og svo framvegis. Finnst sorglet þegar fólk horfir bara á þennan vinkil eins og hann sé aðalatriðið.
Anna Sigríður, nokkuð til í þessu hjá þér. Hann gengur klárlega ekki alveg heill til skógar.
Verð nú að segja að ég bjóst ekki við svona mörgum kommentum en þakka ykkur fyrir innlitið.
Vona að þið eigið ánægjulega helgi framundan með einhverjum sem ykkur þykir vænt um.
Gísli Foster Hjartarson, 28.7.2011 kl. 23:44
Af hverju spurði enginn blaðamaður á fundinum með verjanda Breivíks hvort fullyrðingin um að Breivik væri geðveikur, var byggð á geðrannsókn geðlæknis?
Síðan hvenær eru lögfræðingar færir um að framkvæma geðrannsóknir? Þetta er svo kjánlegt eitthvað - að svona fullyrðingar fari ógagnrýndar í loftið.
Stephan (IP-tala skráð) 29.7.2011 kl. 00:47
Viðbót til Gísla: Ósakhæfur er hann ekki endilega þótt verknaðurinn sé hryllilegur. Athugaðu að ýmsir nasistaskaufar í Nurnberg réttarhöldunum, voru aldeilis sakhæfir, og höfðu samt margfalt meira á samviskunni en Breivik.
Stephan (IP-tala skráð) 29.7.2011 kl. 00:52
Voru menn nokkuð að spyrja hann af því að hann sagðist ætla ða byggja vörnina á þessu eftir samtöl sín við hann - var það ekki þannig - tek undir með þér það hefur hvergi verið sagt að einhver sérfræðingur hafi sagt hann geðveikan, hef allavega ekki séð það.
Nei ég veit vel að hann er ekki ósakhæfur endilega þótt verknaðurinn sé hryllilegur. er einmitt á því að hann sé sakhæfur útaf þessari hegðun sinni í öllu þessu ferli - fyrirsögnin er í raun háð af minni hálfu
Gísli Foster Hjartarson, 29.7.2011 kl. 01:13
Sýnist hann vilja verja kristni mest af öllu, þó svo að kristnir keppist við að afneita honum... en gera ekki það sama ef múslímar eiga í hlut; Hræsnin er slík
--
Saturday June 11 - Day 41: I prayed for the first time in a very long time today. I explained to God that unless he wanted the Marxist-Islamic alliance and the certain Islamic takeover of Europe to completely annihilate European Christendom within the next hundred years he must ensure that the warriors fighting for the preservation of European Christendom prevail.
Source:http://www.telegraph.co.uk/news/worldnews/europe/norway/8663758/Norway-killings-Breiviks-countdown-to-mass-murder.html
--
DoctorE (IP-tala skráð) 29.7.2011 kl. 10:22
Mér finnst ekki skipta neinu máli hvort maðurinn sé geðveikur eður ei. Mín skoðun er sú að hver sá einstaklingur sem fremur ódæði eins og morð og ég tala nú ekki um fjöldamorð eins og þessi skítakauði drýgði- þá eru ekkert annað langtímafangavist ásættanlegur dómsútskurður.
Brynjar Jóhannsson, 29.7.2011 kl. 12:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.