Buffaður í Herjólfsdal - vitni óskast

Það var lífsreynsla að lenda í þessu! Sunnudagurinn, dagurinn sem mótshaldarar voru á nálum og voru við öllu búnir. Í þetta skiptið vegna ábendinga um að veðrið gæti rokiðupp í leiðinda vindverki. Það gerðist sem betur fer ekki. Flest virtist ganga eins og í sögu. Dagskráin gerði sig og vel það. Sigurvegarar í söngvakeppni, Mamma Mía leikfélagsins, Flott dagskrá í Boði Buff þar sem að Andrea Gylfa, Egill Ólafs. og Ragga Gísla tóku lagið - mörg gleðilögin þar. Svo kom Bubbi og rak enda hnútinn á prógramm sitt með því að fá Buff-ið til að spila með sér í þremur lögum. Brekkusöngurinn gekk sinn gang, en ekki varðeldurinn, það sem ég sá af honum, en þurfti að bregða mér aðeins út að innrukkunarhliði á meðan á honum stóð og heyrði því óminn af honum, sem alltaf er góður - blysin og Lífið er yndislegt á sínum stað. Já og nokkur rakettu skott.

Agent Fresco keyrðu síðan upp fjörið strax eftir miðnætti - magnaðir tónleikar hjá þeim og þeir voru fengu verðskuldað meira, meira, meira að spilamennsku lokinni. Svo tóku Buff-liðar við og voru með flotta sýningu - voru alveg frábærir, ekki dauð stund í 2 tíma - frábær keyrsla, frábær flutningur og mikil gleði. Takk fyrir mig Hannes og félagar. Að standa fyrir framan sviðið í brekkunni og njóta var unaður. Frábært sánd - ótrúlegt ljósasjóv, og eins og ég sagði áðan flutningurinn snilld. Maður var hreinlega Buffaður. Svo tók meistari Páll Óskar við og ég ætla ekki að fjalla um stuðið á honum einu sinni enn. - Veit ekkert hvenær partýið hætti  því ég pillaði mig út úr dalnum um hálffjögur og keyrði heim.

Sem betur fer gekk flest eins og ísögu þessa helgin. Fréttir af nauðgunarmálum sem ég las áðan eru ekki gleðifréttir en vonandi næst í hnakkadrambið á þeim viðbjóðum er þarna voru að verki.

Langar bara í lokin að þakka þeim fjölmörgu er lögðu leið sína til Eyja fyrir komuna, verið velkomin aftur. Öllum sem ég hitti þakka ég skemmtileg heitin.


mbl.is Gengur vel að flytja þjóðhátíðargesti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband