Margt til í orðum Páls Óskars

Páll Óskar er oft ansi orðheppinn, fyrir utan það að vera flottur karakter og geisla af jákvæðri orku og gleði. Það er einnig athyglisvert að hann er kominn á þann stall í lífinu að fólk hlustar þegar hann talar. Margir búnir að berjast í mörg ár og eyða milljónum í að komast á þann stall, en ekki orðið kápan ú rþklæðinu. Þá er líka oft stutt í gegnrýnina úr hinu og þessu horninu, eins og gengur. Ætla kannski ekki beint að taka undir þetta með hægri manninn í jakkafötunum, þó svo að ég viti um ansi marga sem dreymir um akkurat þennan stað í lífinu af því að hann þykir save. Langar miklu frekar að benda á að þessi stöðuga barátta í þessum málum er að mörgu leyti til marks um hvað okkur miðar oft hægt i að ná því fram, sem flestum þykir í raun sjálfsagt réttlæti. Maður hittir ekki marga ef nokkra sem eru á móti því sem þykja sjálfsögð mannréttindi í dag. Samt förum við oft bara fetið.  Er það ekki áhyggjuefnið?

Í viðbót við þetta má nefna eineltismál t.d. maður heyrir af þeim alveg upp í hæstu hæðir innan stofnana og fyrirtækja. Innan skóla. Innan fyrirtækja. Innan bæjarfélaga. Nánast hvar sem er og oft gerist ekkert því aðra dreymir um sneið ef kökunni ef það tekst að buga einhvern!!!


mbl.is Mikil umræða um orð Páls Óskars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er fyrir löngu búinn að fá uppí kok af Palla, Gilli minn

Hvað hefur hann sagt sem meikar sens ... ever?

Að taka svo kalla, eins og mig, og segja það blákalt að VIÐ höfum það ógó gott er náttúrulega bara hræsni á versta veg ...

Egill Þór Sigurgeirsson (IP-tala skráð) 7.8.2011 kl. 14:49

2 Smámynd: Rebekka

Egill, þótt að ekki allir hvítir, gagnkynhneigðir karlmenn hafi það æðislegt, þá er þetta samt sem áður sá þjóðfélagshópur sem verður fyrir minnstum fordómum frá öðrum hópum.  Palli sagði ekkert um hversu gott hvítir kallar hafa það, bara að þeir fái að vera mest í friði fyrir fordómum.

Og hvernig getur það EKKI "meikað sens" að vera fylgjandi lágmarksmannréttindum handa öllum? 

Rebekka, 7.8.2011 kl. 15:19

3 identicon

Palli er bara Palli og talar ekki fyrir mig ...en komin með svona þjóðhetjustæla !!.Hann er finn með sinu fólki og hefur margt gott gert fyrir það ..og veri hann þar bara áfram  ! ...án fordóma á aðra  !!  .Allir eru jafn slæmir eða jafn góðir ..munum það !!

Ragnhildur H. (IP-tala skráð) 7.8.2011 kl. 15:23

4 identicon

Páll Óskar er nú farinn að taka sjálfan sig mjög hátíðlegan, og ýmsir eru farnir að líta á hann sem postulann Pál.

Páll Óskar er góður söngvari, það verður ekki af honum skafið.

en sem pretikari, nei engan veginn..

Jóhanna (IP-tala skráð) 7.8.2011 kl. 15:44

5 identicon

Það þyrfti eiginlega að breyta nafninu á þessari hátíð. Hafa þetta hátíð fyrir alla þá sem hafa orðið fyrir einelti eða einhvers konar fordómum. Ég sem hvítur gagnkynhneigður karlmaður með aur hef stududum þurft að líða fyrir það að vera svona eins og ég er. Hvað ætli yrði sagt ef einhver myndi byrja með Straight Pride? Persónulega finnst mér alveg vera grundvöllur fyrir slíku.

Sjonni G (IP-tala skráð) 7.8.2011 kl. 15:45

6 identicon

Ég er hvítur, gagnkynhneigður karlmaður sem er vel menntaður, geng í jakkafötum í vinnunni minni og skoðanir mínar eru frekar hægra megin en vinstra megin.

Í hvert skipti sem ég er úti meðal almennings í vinnufötunum mínum finnst mér eins og helmingur fólks vilji hrækja á mig.

Það ber að taka fram að ég átti engan þátt í einu né neinu varðandi hrunið. Það er það allra versta, að ég þurfi að afsaka mig vegna þess að ég er eins og ég er. Skil alveg úr hvaða átt Palli er að koma en þetta er einum of langt gengið hjá honum.

Bragi (IP-tala skráð) 7.8.2011 kl. 16:22

7 identicon

Bragi,

Hefurðu komið til London. Ef þú ætlar að finna homma, þá eru bestu líkurnar að leita í fjármálahverfinu ;-), þ.e. mjög margir samkynhneigðir vinna þar, allt að 15%(eitthvað 7-falt á við almenna borgara). Það er hægt að segja svo margt um þessi ummæli Páls....þau dæma sig bara sjálf, en því miður þá pikka sumir þau upp...sorglegt, já en svona er umræðan, umræðan sem hann þóttist vera að gagnrýna, en er síðan verstur allra.........magnaður karakter......juuukkkk

Einar Pálsson (IP-tala skráð) 7.8.2011 kl. 16:29

8 identicon

Það skiptir mig engu máli hvar ég finn fleiri samkynhneigða eða einhverja aðra minnihlutahópa. Ég skil baráttu minnihlutahópa eins vel og ég held að maður sem ekki er í slíkum hópi getur gert.

Það breytir því ekki að þetta var of langt gengið hja Palla.

Á þessum tímum sem við höfum lifað undanfarin ár er rosalega auðvelt að koma með svona tilhæfingar. Hins vegar finnst mér það bera merki um ákveðna fordóma að Palli skuli láta svona út úr sér.

Bragi (IP-tala skráð) 7.8.2011 kl. 16:52

9 identicon

Bragi,

Ég var ekki að segja neitt. Bara að koma með þessar tölur. Hvorki meira né minna. Varðandi þig sem "jakkaklæddan" mann, þá var það í sjálfu sér það minnsta sem hann sagði. Skoðanir hans virðast meira og minna vera uppfullar af fordómum, og ótrúlega grunnhyggnar, jafnvel börn ættu að seta séð það. Maðurinn er allt að því trúður, því miður.......virðist viðkunnalegur að öðru leyti.

Einar Pálsson (IP-tala skráð) 7.8.2011 kl. 17:03

10 identicon

Hef ekki sé betur en  Páski gangi oft í jakkafötum-bara sjálflýsandi! Hvað vilja þessir ágengu hommar okkur hinum??? Eigum við að fara niður á hnén og upp með boruna? Okkur koma hommar ekkert við - við viljum frið!

Workingclasshero (IP-tala skráð) 7.8.2011 kl. 18:00

11 identicon

Fær Davíð Oddsson frið fyrir rógi? Þetta snýst ekki um kynhneigð. Fólk getur haldið henni fyrir sig. Þekki nokkra samkynhneigða sem eru ágætis fólk. Líka nokkra sem eru með öllu óalandi og óferjandi. Þeir láta mest á sér bera!

Einstein (IP-tala skráð) 7.8.2011 kl. 18:17

12 identicon

Af hverju nefnirðu Davíð Oddsson sérstaklega (umfram þúsundir annara)?

Bárður (IP-tala skráð) 7.8.2011 kl. 20:54

13 Smámynd: Durtur

Ég hef sagt það áður og ég endurtek það óhræddur: Páll Óskar verði forseti lýðveldisins Íslands þegar Ólafur Ragnar (hann lengi lifi) stimplar sig út úr henni tilverunni. Hann yrði stórkostlegt andlit íslensku þjóðarinnar: snyrtilegur, kurteis, vinalegur og, umfram allt, gordjöss. Og vinur litla mannsins. Án þess að það sé einhver djókur á bakvið þá setningu.

Durtur, 7.8.2011 kl. 21:25

14 identicon

hvaða hvaða voða viðkvæmni er þetta ,það hefur verið sungið um feitar konur án þess að ég væli,hverjir setti island á hausinn?? hverjir eru búnir að koma af stað heimstyrjöldum osv.fr osv fr það þyðir ekki að allir geri þetta og ekki get ég ymindað mer að aðrir en hvitir straigt karlmenn hafi tekið því þannig enginn skal segja mer að páll óskar meini það þannig

sæunn guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 16:31

15 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Ég skil ekkert í þessu tali um "minnihlutahópa". Var ekki öll þjóðin sem klappaði og tók þátt í "gleðigöngunni"

Mér sýnist að þjóðin sé gengin af göflunum, þ.e. flykkist í bæinn og fagnar með afbrigðlegum genum, þ.e.a.s. 5 % af þeim sem segjast vera "samkynhneygð"  

Fólk er að fagna með "brenglun" sem  á sér stað í samfélaginu. Fagna með"brenglun"  hjá samborgurum okkar sem hafa "valið" að vera ekki "gagnkynhneygð" eða  u.þ.b. 95% af fjöldanum. 

Fólk fer í gleðigöngu í stað þess að fara í sorgargöngu, yfir þessum einstaklingum sem náttúran hefur svikið.

Er ekki í lagi með þjóðarsálina.

Eggert Guðmundsson, 8.8.2011 kl. 20:10

16 identicon

Ég skil nú þessi ummæli Palla þannig að hann sé að benda á að gleðigangan sé fyrir alla og þar sé verið að fagna hverjum þeim árangri sem næst í lágmarks mannréttindum fyrir alla, sama hvernig þeir eru. Ég get ekki séð að hann sé að tala neikvætt um hvíta streit karlmenn í jakkafötunum.. þetta er ákveðin staðalímynd sem hann notar sem dæmi til að útskýra sitt mál. Það þekkja allir þessa staðalímynd, það þarf enginn að taka til sín orð Palla sem einhverja árás, nema auðvitað að viðkomandi sé meðvitaður um það að hann gangi á rétt annara sama hvernig þeir eru. Fólk á allt sama rétt á því að lifa mannsæmandi lífi, skiptir ekki máli hvernig það er á litinn, hvaða trú það aðhyllist, hver kynhneigðin er eða hvað sem er... fólk er fólk og á því rétt á lágmarks réttindum og virðingu. Af hverju er ég betri en aðrir af því að ég er hvít, streit, grannvaxin og hraust? Ég get ekki séð neitt sem réttlætir að ég ætti að sýna öðrum fyrirlitningu útaf því að þeir eru ekki eins og ég.. frekar ætti ég að leitast við að læra af viðkomandi það sem lífið hefur ekki kennt mér í þeirri stöðu sem ég er í/hef.

Rósa (IP-tala skráð) 9.8.2011 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband