11.8.2011 | 00:02
Ótrúlegur viðbjóður!
Hversu sjúkur verður heimurinn alltaf þegar kemur að stríði? Jújú þetta er gamalt ógeðslegt mál og Bandaríkjamönnum til háborinnar skammar. En er þetta ekki svona enn. Kannski ekki sömu efni og slíkt en viðbjóðurinn engu að síður til staðar. Þetta er sjúkt lið, herhyskið, er ekki í nokkrum vafa um það.
Náttúrulega ekki að spyrja að því þarna að enginn kannast við að vera ábyrgur.
Fæðingargallar vegna gróðureiturs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er satt, stríð er viðurstyggð.
En gleymum ekki fórnarlömbum einræðisherranna, kommúnistana sem rændu völdum í Víetnam. Hversu margir liggja í valnum af þeirra völdum, sem hófu jú þetta stríð og hversu margir voru myrtir í fjöldamorðum kommúnista sem fylgdu eftir að bandaríkjamenn yfirgáfu Víetnam, hversu margir þurftu að yfirgefa heimili sín fyrir að vera ásakaðir um stuðning við lýðræði og Bandaríkin. Alveg merkilegt hvað vinstrimenn eru hljóðir um voðaverk kommúnismans og annarra gerræðisafla.
Brynjar (IP-tala skráð) 11.8.2011 kl. 09:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.