Á atkvæðaveiðum eða hvað?

Er þetta fyrsta útspil Bjarna til að reyna að halda velli sem formaður flokksins? Nú skal keyra mjúku vegina til að missa ekki formannsstólinn. Næat vill hann halda alveg óbreyttu fiskveiðistjórnunarkerfi. Óbreytt stjórnarskrá og engin endurskoðun á henni. Svo kemur hann með loka trompið. Hann vill að ríkið haldi áfram að þenjast út. Verður nú saga til næsta bæjar ef enginn býður sig fram gegn formanninum.

Á Eyjunni í dag segir Björgvin Valur Guðmundsson:

Kæri lesandi.

Mér finnst rétt að minna þig á að núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, var stjórnarformaður N1 fram yfir hrun en að undanförnu hefur verið sagt frá því í fréttum að lífeyrissjóðir hafi þurft að afskrifa á fimmta milljarð króna vegna N1.

Hann var líka stjórnaformðaur í BNT en í frétt á Vísi frá því í haust, er sagt að BNT skuldi 60 milljarða króna.

Og í eldri frétt á DV, kemur fram að BNT hafi lagt einn milljlarð króna inn á reikning í Glitni til að liðka fyrir um lánveitingu upp á 20 milljarða til Milestone, sem eins og kunnugt er var í eigu Wernerssona. Man einhver eftir bótasjóði Sjóvár sem var tæmdur og kostaði íslenska skattgreiðendur marga milljarða?

Þetta er vert að hafa í huga þegar hvítskúraður Bjarni slær sig til riddara og býsnast þessi reiðinnar ósköp yfir því hvernig komið sé fyrir íslensku þjóðinni og reynir að telja okkur trú um að hann kunni eitthvað fyrir sér í efnahagsmálum.

.....ef þetta er allt rétt er þá Bjarni Benediktsson ekki fyrirtaks efni  í áfram setu sem formaður?


mbl.is Vill slíta aðildarviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í myndasögum í gamla daga var aldrei blótað. Þess í stað birtust ýmis tákn í talblöðrunum. Þau eiga vel við þegar ég hugsa til þessa #$%€&! manns.

Baldur (IP-tala skráð) 14.8.2011 kl. 16:01

2 identicon

Hvað gera samfylkingarmenn þegar þeir komast í þrot í rökræðum?

Bulla um eitthvað sem kemur ekki málinu við.

Hér er verið að tala um aðild að esb er það ekki!!!

Þú sem eyjamaður og gjörþekkir útgerðina vilt væntanlega ekki þarna og jafnframt vilt ekki eyðileggja sjávarútveginn er það nokkuð?

Óskar (IP-tala skráð) 14.8.2011 kl. 16:18

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

ESB aðild okkar snýst ekki bara um sjávarútveginn, þó hann sé stór hluti. Ef að rétt er sem sagt er að menn komist ekki í þá stofna sem eru íslenskir, þ.e.a.s. ekki flökkustofnar. Þá held ég að við ættum ekki að vera svona hrædd. Það er stundum eins og við gleymum að skipin okkar geta líka sótt inn á þeirra hafsvæði í flökkustofnum. ESB hefur kosti og galla, rétt eins og það semfélag sem að við búum í núna. Við erum lítil eining sem virðist engan veginn vera að reka sig, og svo hefur verið lengi. Sjáðu bara SUðurnesin eftir að herinn fór - hvað gerðist? Hvað með tolla á matvælum? Menn eiga að klára þetta ferli og láta þjóðina greiða atkvæði. Ætla ekkert að fara í einhverjar rökræður um það,það er mín skoðun og hefur alltaf verið. Ég vonaði að umræðan um ESB myndi vekja þjóðina af Þyrnirósarsvefni og fá hana til að skoða sjálfa sig og hvað hér má betur fara ofan í kjölin. En það virðist ekki ætla að gerast. - því miður. 

Getur ekki verið Óskar að Bjarni vilji bara halda áfram að hjakka í sama farinu, helst ekki breyta neinu. Hefur það reynst okkur svo vel? Ekki það að Bjarni sé eitthvað arfa slakari en hinir leiðtogarnir.

Þótt þessi viðbót sem ég setti þarna af Eyjunni komi ESB ekkert við þá er þetta slóð sem dreginn er af Bjarna m.a.  Vill þjóðinn að slíkt fólk haldi áfram að draga vagninni?

Gísli Foster Hjartarson, 14.8.2011 kl. 18:09

4 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

"Ef að rétt er sem sagt er að menn komist ekki í þá stofna sem eru íslenskir, þ.e.a.s. ekki flökkustofnar. Þá held ég að við ættum ekki að vera svona hrædd."

Þessi fullyrðing um að engin komist í Íslenska fiskistofna er einfaldlega röng af þeirri einföldu ástæðu að eignarhald á Íslenskum útgerðum verður 100% uppkaupanlegt af útgerðum innan Evrópusambandsins og þar með aðgangur útgerðanna að kvótum í Íslenskum stofnum. Það á ekki að vera undir eigendum einstakra útgerða hvort auðlindin sé seld til útlendra útgerða í hagnaðarskyni enda verður ekki hægt að setja neinar skorður að ráði gegn því að fiskurinn sé veiddur hér og siglt með hann annað án þess að virðisaukin af honum komi að nokkru ráði fram á Íslandi.

Á hverju ári eru útgerðir og skip sambandsins niðurgreidd um 165miljarða og þessir uppsöfnuðu miljarða hundruði verða notaðir til að komast inn í íslenskar útgerðir í gegnum eignarhald sem ætti að reynast létt verk þar sem stór hluti íslensku útgerða margfaldaði skuldir sínar síðan 2003 án þess að fjárfesta í varanlegum rekstrarfjármunum að ráði heldur í óskyldum rekstri og í kvótabólunni sem var afleiðing að óheftu aðgengi að ódýru erlendu fjármagni.

Sambandið lýtur á fiskimið sambandsins, þar á meðal okkar eftir inngöngu, sem sameiginlega auðlind öllum evrópuþjóðunum 27 til handa.

"The Common Fisheries Policy (CFP) is an EU policy designed to make EU fishing grounds a common resource by giving access to all member states."

"The CFP says that EU waters are a shared resource that can be fished by any national fleet."

Við þurfum að láta af hendi eina stærstu og verðmætustu auðlind landsins en fáum ekki aðgang að stærstu auðlindum annarra landa enda telja þessi lönd fiskveiðar ekkert annað en umhverfismál sem skipti engu fyrir þau og því séu þau ekki að fórna neinu. 

Eggert Sigurbergsson, 14.8.2011 kl. 19:51

5 identicon

Hver er munurinn á því að Jói í næsta húsi eða John í Norwich eigi skipið ?Kvótan á íslenska þjóðinn, er það ekki ???Fólk þarf að komst upp úr drullufarinu, sem andstæðingar ESB hafa komið sér í !

En er það frétt að formaður sjálfstæðisflokksins getur talað ?

,,Fréttastofa sjálfstæðisflokksins"  hjá 365 var ekki að segja neitt merkilegt !!!

JR (IP-tala skráð) 14.8.2011 kl. 21:04

6 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

"Hver er munurinn á því að Jói í næsta húsi eða John í Norwich eigi skipið ?Kvótan á íslenska þjóðinn, er það ekki ???"

Kvótin verður sameign Evrópusambandsins þ.e SHARED RESOURSE THAT CAN BE FISHED BY ANY NATIONL FLEET það er ekkert sem segir að Evrópusambandið ætli að breyta þessari stefnu sinni.

Fiskveiðarnar sjálfar eru bara um 20% af heildar virðisauka auðlindarinnar en frekari vinnsla og sala er um 80%. Það skiptir öllu máli að sem mest af virðisaukanum verði eftir á Íslandi enda eru það helstu rök sambandssinna að við fáum "frían" aðgang að mörkuðum sambandsins með FULLUNNAR fiskafurði þótt að núverandi tollfrjálsu kvótar séu ekki vel nýttir. 

Það skiptir ÖLLU máli að auðlindin sé veidd og UNNIN HÉR á landi til sölu um ALLAN HEIM en ekki að skip komi frá meginlandinu og veiði fiskin til vinnslu og virðisauka á meginlandinu í gegnum eignarhald í Íslenskri útgerð.

Þú ættir að skoða þessa töflu ef þú telur hagsmuni þjóðarinnar léttvæg af fiskveiðiauðlindinni og henni sé hægt að fórna í hendur á sambandi sem ekki hefur hundsvit á fiskveiðum enda eru þeir búnir að eyðilegga 80% af sínum stofnum.

"'In 30 years at sea I have never caught a whale, destroyed a dolphin... or dumped nuclear waste, but I have been forced by the EU to dump hundreds of tonnes of edible fish in the name of "euro-conservation".' - George Stephen, Aberdeenshire fisherman, 2000"

Eggert Sigurbergsson, 14.8.2011 kl. 22:08

7 identicon

Gísli Ísland er ekkert að fara í ESB og er að eyða í það alltof mikilli orku og peningum að eltast við þráhyggju örfárra SF - manna.

Jón Óskar (IP-tala skráð) 16.8.2011 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.