Datt engum í hug.......

....að senda bara ódýrt lið til leiks? Lið byggt á heimastelpum sem spila með hjartanu en ekki með budduna í vasanum? Það hefði ekki átt að vera erfitt írekstri. Jú jú vel má vera að árangurinn hefði ekki orðið góður, en hver veit. Hann hefði getað orðið mjög góður miðað við hvað menn lögðu undir. Stjarnan er ekki mitt lið nokkuð langur vegur frá því en mér innst eþtta bara sorgleg staða. ÍBV dró sig úr leik fyrir nokkrum árum, ekki við mikinn fögnuð skiljanlega,  en er að brjótast til baka. Þar á bæ lögðu menn ofur áherslu á að greiða upp skuldir og fara varlega í eyðslu fjár. Batteríið rekið áfram af miklum dug. Heimastrákar og stelpur unnu mikið og óeigingjarnt starf við að viðhalda félaginu innan vallar sem utan. Er ekki fjarri því að það sé að skila sér til baka núna.  Vona að Stjarnan beri gæfu til að feta svipaða leið. 

Athyglisvert að í þessu litla landi virðist peningaþátturinn til leikmanna sífellt verða stærri og stærri. Það mun á endanum ganga endanlega frá mörgum þessum liðum.


mbl.is Stjarnan sendir ekki lið til keppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sem fyrrverandi leikmaður í liði Víkings veturinn 2009-2010 veit ég hversu erfitt það er að reka meistaraflokkslið, jafnvel þó það sé byggt á heimastelpum. Þótt ekki séu greidd laun til leikmanna er kosnaðurinn mikill, þjálfaralaun, mótsgjöld, dómaragjöld og fleira auk þess sem mjög erfitt er að afla styrktaraðila. Því er ekki skrýtið að þátttaka í meistaraflokki geti reynst fátækum félögum erfið og eins og í tilfelli míns lið þurftu leikmenn að standa straum af kostnaði að stærstum hluta sjálfir.

Þetta eru afskaplega sorglegar fréttir fyrir íslenskan kvennahandbolta og enn eitt skrefið í átt að tveggja liða deild á Íslandi. Það sýnir sig enn og aftur að HSÍ þarf að taka á sínum málum í sambandi við meistaraflokk kvenna því þessi úrvalsdeild á Íslandi er á skjön við gengi landsliðsins á alþjóðavetvangi.

Hugrún Lena (IP-tala skráð) 24.8.2011 kl. 21:33

2 identicon

.... og nú sér maður að það var ÍBV sem keypti Florentinu frá Stjörnunni. Batteríið farið að skila peningum í kassann.

Sólveig (IP-tala skráð) 24.8.2011 kl. 23:08

3 identicon

Afhverju er Valur eina félagið sem gerir ekki upp milli karla og kvennaliða enda á toppnum.

Áfram stolt Reykjavíkur

Rauður (IP-tala skráð) 24.8.2011 kl. 23:09

4 identicon

"en ítrekum óánægju okkar með að sum félög skuli ekki virða lög og reglur HSÍ um samningsbundna leikmenn"

bíddu bíddu er þetta rétt?

Rauður (IP-tala skráð) 24.8.2011 kl. 23:18

5 identicon

Fyrst þú talar svona vel um ÍBV og starfsemina þar, geturu þá útskýrt afhverju ÍBV hafði samband við leikmann á samning og gerðu honum til (Florentina Stanciu).

Það má ekki skv. reglum HSÍ... sorglegt

Blár (IP-tala skráð) 25.8.2011 kl. 00:18

6 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Mér kom þetta ekki á óvart,þó þetta sé kinnhestur fyrir FLESTalla...
Það hljóta koma fleiri lið sem draga sig úr keppni....bara skynsemi.
Íþróttir=peningar nánast viðbjóður í dag...engin hreyfir sig í dag nema fyrir mikla peninga í dag...og ef ég veifa  nokkrum krónum meir framan í þig en ert með í þínu liði  þá ertu hlaupinn þaðan strax...enginn félagsandi..

Sammála Hugrúnu Lenu kvennaboltinn er bara tveggja manna keppni..

Ég kalla á að Íþróttahreyfingin ÍSÍ  í heild sinni setjist niður og ræði hvaða  stefnu hún vill í þessu ,lið fyrir lið.......................................og fá frá mörgum sjónarhornum...
Gæti skrifað helling hvað ég vildi gera.....

Rauður...Valur hefur nánast ómældann pening til að kaupa leikmenn og borga fjandi há laun,og þeir eru að skemma Hand&fótboltann..
Það eru kanski 10 leikmenn í Val kvennafótboltanum, sem fá VARLA að spreyta sig í leik hjá þínu liðu,bara á bekk eða í stúku...og það eru leikmenn sem Valur hefur keypt bara til að veikja hin liðin,annað ekki..

Er furða að landsliðin öl séu ekki betri en þetta í dag..
Já forráðamenn liða ræða við leikmenn ótt og títt þó á samningi séu..eða þá bara í fjölmiðlum um að þessi og hinn séu fullkomnir í sín lið.........

Halldór Jóhannsson, 25.8.2011 kl. 05:12

7 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Verð nú að koma hreint fram og segja að ég vissi þetta ekki með Florentinu eþgar ég skrifaði þennan pistil. Ef ég man rétt þá kom hún nú hingað fyrst á sínum tíma og var svo nöbbuð í Stjörnuna - gott og vel - þarf að kynna mér þetta áður enég segji meira. EN þar sem ég hef nú starfað í kringum þetta þá kannast maður nú við sóða vinnubrögðin sem oft er beitt í þessu. Ég var nú einn af þeim hjá ÍBV sem lögðu fram formlega kvörtun gegn stjórn knattspyrnudeildar Vals á sínum tíma ekki var nú fast tekið á því í höfuðstöðvum KSÍ, við kvörtuðum líka undnan umboðsmann fyrir framgöngu hans ekki gerðist mikið þá heldur. Síðan það gerðist heyrist mér báðir þeir aðilar sem við kærðum inn hafa gert sömu hluti aftur án þess að við þá sé rætt.  ...tek þess vegna alveg undir að leikmannareglur og félagaskipta reglur í íþróttum á að virða. Finnst sorglegt ef mitt fólk í ÍBV hefur farið á bak við reglurnar til að fá Florentinu hingað aftur.

 Er líka ánægðu með margt af því sem Halldór vinur minn segir um þetta peningarugl sem stöðugt er í gangi ....í því sem flokkað er áhugamannaíþróttaumhverfi. .....ætli það sé en svo að leikmenn biðji um launin svart?

Gísli Foster Hjartarson, 25.8.2011 kl. 08:51

8 identicon

Skil ekki hvað einstök félög hafa úr miklum fjármunum að spila kaupa leikmenn til að veikja önnur.

Íþróttaáhugamaður (IP-tala skráð) 25.8.2011 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband