1111 - Eittþúsundeitthundraðogellefu

Merkilegur dagur í dag. Í dag er ég búinn að blogga alla vega einu sinni á dag í Eittþúsundeitthundraðogellefu (1111) daga í röð á mbl blogginu - nokkuð vel að verki staðið þó ég segi sjálfur frá. Mig langar að þakka öllum innlitið allan þennan tíma. Þetta eru orðin nokkur andlit sem hér hafa litið við. Takk fyrir mig. ......það hlýtur að fara að koma slit í keðjuna hjá mér.

Á meðal þeirra pistla sem settir voru inn þennan dag í ágúst 2008 þegar flæðið hófst var þessi pistill:

Bjargar ný ferja byggðarlaginu?

Það verður gaman að sjá hvaða niðurstöðu menn fá úr þessu og hvort að tilboðum þesum verður gengið eður ei, þ.e.a.s. því sem menn telja álitlegast.

Stóra spurningin í mínum huga er hins vegar sú hvort að þessi ferja og höfnin sem byggja á hinu megin við sundið verða til þess að bjarga blessuðu byggðarlaginu úr þeim hremmingum sem að við erum svo sannarlega í. Við erum að mínu mati á ákveðinni endastöð með bæjarlífið og við höfum verið stött á þessari endastöð í þó nokkurn tíma en spurningin er í raun hvenær við förum af stað aftur? Það er ekki nóg að vera á endastöðinni og dokra við nú þurfum við að fara að taka stefnu útaf helvítis endastöðinni og koma okkur aftur á meðal fólks, en það virðist ætla að reynast okkur erfitt en er lífsnauðsynlegt til þess að halda velli í hinu daglega lífi og hleypa frekara lífi í fólk og fyrirtæki hér í bæ og vekja aftur þá trú á byggðarlaginu sem að fólk hafði áður en við lögðum af stað niður brekkuna fyrir einum 15 árum.


mbl.isÞrjú tilboð bárust í nýjan Herjólf

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Gísli og til hamingju með þennann árángur Gísli minn. Það er nú valla að maður trúi því að þú hafir bloggað að minsta kosti einu sinni á dag það hlítur nú einhvejir dagar að hafa dottið úr. En engu að síður hefur þú verið ótrúlega duglegur að blogga gegnum tíðina, og oft skrifað skemmtileg blogg. Takk fyrir það

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 26.8.2011 kl. 22:51

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Takk fyrir þetta Sigmar. ....verð að hryggja þig með að þetta er rétt hjá mér  getur skoðað dagatalið hérna til hliðar á siðunni og þar sést að dagar sem bloggað er eru í bold orange og slík dýrð nær samfleytt aftur til 14 ágúst 2008 ......ég veit að þetta er klikkun, en þú veist hversu grillaður ég er.

Gísli Foster Hjartarson, 26.8.2011 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband