13.9.2011 | 20:25
Nánast gefins
Það verð ég að segja að þetta eru nú ekki háar tölur sem þarna umræðir. Þegar menn eru búnir að fjórfalda þessa tölu á innan við 3 árum í viðbót hlusta ég á eitthvert gaul varðandi þessa frábæru samgöngubót okkar Eyjamanna. Jújú vist hefur þetta ekki gengið hnökralaust en hver sagði að þetta myndi ganga eins og í sögu - sennilega enginn. Menn vissu að það gæti gengið á ýmsu.
Kannski verður veturinn í vetur betri en síðasti kannski verri aðeins tíminn mun leiða það í ljós því hef ég ekki skilið alveg þessa umræðu um að loka bara höfninni eftir dagatali. Það var nú opið þarna inn á nýár en þá syrti í álinn.
Hef fulla trú á að þetta batni bara héðan í frá. Menn hljóta að fara að huga að nýju skipi. Menn hafa núna Baldur sem hefur aldeilis gert góða hluti, það sem af er. Kannski er framtíðarskipið sem við þurfum eitthvað mitt á milli Baldurs og Herjólfs. Menn allavega komnir með reynslu af báðum þessum skipum núna.´
Veit ekki við erum jaðarbyggð, Vestmannaeyjar, kannski væri þetta allt orðið klappað og klárt og enginn að kvarta ef við hefðum styrkjakerfi ESB!!!!!
Kostnaður orðinn 3,5 milljarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þið Eyjamenn getið gerst bara ESB eyja,hehe...þá flytja þau J.Sig&Össur&SJS til ykkar,hehe
Halldór Jóhannsson, 13.9.2011 kl. 20:50
Halldór rólegur drengur rólegur
Gísli Foster Hjartarson, 13.9.2011 kl. 20:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.