16.9.2011 | 08:41
Forsetinn kominn....
...út um víðan völl! Herra Ólafur Ragnar kominn með tærnar í flest þau mál er angra þjóðina. Næst verða það kvótamálin!!!!
Forsetinn fundar um skuldir heimilanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- vkb
- hector
- svenko
- rocco22
- nautabaninn
- austri
- gislisig
- skari
- kristinn-karl
- eyjapeyji
- maggibraga
- kjartanvido
- gretaro
- nafar
- bgunnars
- don
- hallarut
- smarijokull
- helgigunnars
- nesirokk
- baldis
- ews
- bjarnihardar
- vga
- nkosi
- sjonsson
- valurstef
- sveinni
- einarben
- kuriguri
- sigthora
- sokrates
- perlan
- swaage
- kristleifur
- gebbo
- eyja-vala
- iceman
- skari60
- frisk
- einarlee
- peturorri
- hemmi
- gudni-is
- bjarnifreyr
- betareynis
- saethorhelgi
- malacai
- nutima
- ornsh
- gotusmidjan
- lucas
- nbablogg
- sigurduringi
- gumson
- gattin
- savar
- blindur
- hordurhalldorsson
- reynir
- topplistinn
- johannesthor
- ansigu
- minos
- tbs
- hafthorb
- frekna
- tannibowie
- svei
- gp
- bookiceland
- solvi70
- ragnaro
- seinars
- skagstrendingur
- sonurhafsins
- elinerna
- ahi
Athugasemdir
"Ég hef áhyggjur af þessu, ég verð að segja það!"
Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.9.2011 kl. 09:08
Að forsetinn fræði sig svolítið um hluti sem eru oft að enda í lögum sem hann þarf að staðfesta er að mínu mati jákvætt. Og þá með því að heyra mismunandi sjónarmið.
Þetta með "nýjar reglur sem setja framtíð áhugamannaflugs og svifflugs á Íslandi verulegar skorður" er t.a.m. atriði sem vert er að skoða mjög vel, - það tókst einhvern veginn að kyngja reglugerðarpakka sem hálf-lamaði íslenska einkaflugflotann þegar í stað í sumar. Kostnaður fer líka upp úr þakinu.
Jón Logi (IP-tala skráð) 16.9.2011 kl. 09:45
Þetta er verk forseta okkar og hann á að rjúfa þing núna. Lesið stjórnarskránna. http://www.althingi.is/lagas/nuna/1944033.html það er komin tími að menn læri þessa stjórnarskrá sem hefir verið hunsuð í áratugi. Hún er okkar æðsta plagg.
Valdimar Samúelsson, 16.9.2011 kl. 10:24
Gísli, það hefur sýnt sig að forsetinn er sá eini af æðstu ráðamönnum þjóðarinnar sem er raunverulega tilbúinn til að hlusta á raddir fólksins, en ekki bara þykjast gera það þegar hann sér sig tilneyddan eins og sumir.
Ólafur Ragnar fundaði með mótmælendum á Bessastöðum | Svipan
Guðmundur Ásgeirsson, 16.9.2011 kl. 10:45
Ekki kjánaskap Guðmundur. Forsetinn er í nauðvörn og grípur til þess vopns sem honum stendur næst og reynst hefur drjúgt:..LÝÐSKRUMS
hilmar jónsson, 16.9.2011 kl. 13:21
ÉG er virkilega ánægð með Ólaf Ragnar forseta vorn, ég vil þakka almættinu að við skulum eiga slíkan mann að. Auðvitað eru Samfilkingarmenn hræddir, því þeir sjá sæng Jóhönnu og Steingríms útbreidda.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.9.2011 kl. 14:29
Ég sé svo sem ekkert að því þó forseti vor kynni sér hin og þessi mál, ekkert frekar en við hin. Hann er jú líka þegn í þessu landi. Ég velti miklu frekar oft á tíðum fyrir mér hvert embætti forseta stefnir. Hverjar breytingarnar eru að verða og hvort þær eru til góðs eða ills. Ég var t.d. mjög hlynntur og er en störfum stjórnlagaráðs og finnst að þjóðin eigi að fá það til skoðunar og dóms sem fyrst. frekar en Alþingi taki þetta allt og fokki upp. Auðvitað kann að vera að okkur líki ekki allt en það eru þarna hlutir sem að ég held að meirihluti þjóðarinnar og rúmlega það hljóti að vilja skoða betur og koma jafnvel á koppinn.
Það sem að Ólafur Ragnar hefur gert er að hann hefur án nokkurs vafa sett meiri pressu á embættismannakerfi þjóðarinnar með þessum ákvörðunum sínum en hvort hann hefur gengið of langt er ég ekki svo viss um þó svo að hann dansi stundum á línunni. En ég er ekki í nokkrum vafa um að hann gekk full langt á góðæristímunum við að sleikja upp viðskiptalífið og varð oft fótaskortur á tungunni við að blessa eitthvað sem ekkert var í rauninni - það var ekki gæfulegt.
Gísli Foster Hjartarson, 16.9.2011 kl. 16:15
Hann er ekki þegn hér. Hann hefur það ágætt í útlöndum hjá spúsu sinni.
Bjartur (IP-tala skráð) 16.9.2011 kl. 16:41
Jś Gísli, það er auðvitað rétt hjá þér. En ber okkur samt ekki að virða að hann hefur tekið afstöðu með þjóðinni núna?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.9.2011 kl. 17:30
Elskunar mínar. Ólafur Ragnar Grímsson hefur alltaf og mun alltaf taka afstöðu með sjálfum sér og því sem hann álítur halda sér á floti hverju sinni.
hilmar jónsson, 16.9.2011 kl. 17:50
Nú á líklega að stökkva á þennan vagn.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.9.2011 kl. 18:40
Hilmar minn. ég virði þig í músikinni en því miður finnst mér þú algjörlega heilaþvegin í pólitikinni, þú þarft að taka niður rauðu gleraugun svona endrum og eins og skoða hvort þitt fólk er virkilega á réttri braut.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.9.2011 kl. 19:58
Ásthildur - Auðvitað ber okkur að virða það.
Reyndar eru nú ansi margir sem segja eins og Hilmar að hann taki ávallt afstöðu með sjálfum sér og engum öðrum. Hef heyrt þetta frá gömlum flokksfélögum hans sem og andstæðingum. Svo er bara spurning hvort það hittir svo á að það virkar sem afstaða með þjóðinni. Hann var nú lengi um borð í útrásarþotunni, það var ekki allt í þjóðarþágu vil ég meina.
Gísli Foster Hjartarson, 16.9.2011 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.