Glæsilegt stelpur - glæsilegt

Þetta var náttúrulega bara glæsilegt - ekkert meira um það að segja. Þessar stúlkur halda sífellt áfram að gleðja mann. Frábær hópur þarna á ferðinni. Innsti kjarninn góður og það besta sem við höfum átt í knattspyrnunni. Gaman að sjá þann kraft og vilja sem keyrði liðið áfram. Það er ekki nóg að vera góður í fótbolta, það þarf alltaf að leggja sig 100% fram.

Það sem líka er jákvætt er að í upphafi þessa árs, ef minnið er ekki að svíkja mig, þá höfðum við ekkert verið að krækja í sigra, eða mörg jafntefli,  gegn liðum sem eru hærra skrifuð en okkar lið en nú hefur það breyst og þá koma stökkin fram á við. Frábær árangur á Spánarmótinu í  upphafi árs heldur áfram.

Ég velti fyrir mér þegar hópurinn lá fyrir hversu margar Valsstúlkur eru þarna á skrá en t.d. engin stelpa frá Stjörnunni í lokahópnum þrátt fyrir að þær hafi rúllað upp Íslandsmótinu, og rúmlega það. Þær voru reyndar tvær í æfingahópnum en þeirra tími mun kannski koma. Engin stelpa frá ÍBV, þó vissulega séu stelpur þarna sem eru frá Eyjum en spila annarsstaðar í dag, því miður.

En þetta eru bara vangaveltur hjá mér,  sem alltaf er hollt og gott að taka. Stóra málið er að sigur vannst og það er fyrir öllu og það er það sem fær okkur til að gleðjast.. Takk stelpur - Áfram Ísland


mbl.is Sögulegur sigur gegn Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta var verulega flottur leikur hjá þeim, þótt þær norsku séu engir aukvisar.

Var þarna með þremur stelpum mínum og yngri stráknum. Góð skemmtun!

Jón Valur Jensson, 17.9.2011 kl. 18:44

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og Hólmfríður nr. 6 er kona dagsins!

Jón Valur Jensson, 17.9.2011 kl. 18:46

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já Jón Valur er viss um að þetta var góð skemmtun. Það var fínt að horfa á þetta hér heima en er þess fullviss að stuðið var meira á vellinum. Já og Hólmfríður vel að þessari nafnbót þinni komin.

Gísli Foster Hjartarson, 17.9.2011 kl. 20:27

4 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Fór á leikinn með fullt af gulum og glöðum stúlkum:)

Já hann var bara fínasta skemmtun yfir höfuð...þó mér fannst vanta meiri hvatningu frá okkur áhorfendum.

Já Hólmfríður afgreiddi vel þessi tvö mörk...þær áttu allar stjörnuleik í fyrri hálfleik...

Reyndi til þess að gera mjög lítið á Þóru í markinu...

Nú má bara ekki klikka á næsta leik,þá telur þessi ekki neitt..

Já það eru margar Valsstúlkur þarna...erfitt fyrir aðrar óreyndar með landsliðinu að brjótast inn..en við eigum mjög gott úrval stúlkna sem geta alveg verið að spila í stað annara:)

Vona bara að menn séu óhræddir að dreyfa álaginu..og treysta sínum leikmönnum með sína 0 leiki eða 100:):)

Halldór Jóhannsson, 17.9.2011 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.